Víðförli - 01.11.1954, Side 22
20
VÍÐFÖRLI
þeim, er hafði auðsýnt honum slíka göfugmennsku, sem
vissulega var ekki algeng. Játendur Jesú töldu sig leysingja
hans. Hann hafði keypt þá, „eigi með gulli né silfri, heldur
með sínu heilaga, dýrmæta blóði og sinni saklausu pínu og
dauða“, eins og Lúther kemst að orði, „til þess að ég sé hans
eigin eign, lifi í hans ríki, undir hans valdi og þjóni hon-
um“. Anauð syndar og dauðá var af létt sakir fórnar Jesú
Krists, helsi lögmáls og guðlegrar vanþóknunar brotið, dyr
dýELsunnar stóðu opnar hverjum, sem út vildi ganga „til
frelsisins í dýrð Guðs barna“ (R. 8,21).
Nærtæk og áhrifarík voru ýmis dæmi úr sögu Israels,
lausn lýðsins úr þrældómi Egyptalands og undursamleg
björgun hans á leiðinni inn í fyrirheitna landið. Jesús minn-
ir Nikódemus (Jh 3) á eirorminn sem festur var upp til
bjargar þeim, er nöðrurnar ásóttu í eyðimörkinni (4. Mós.
21, 8—9) og notar þetta dæmi til þess að benda á gildi
krossdauða síns. Þeir, sem særðir eru af höggormsbiti synd-
arinnar, skulu líta í trúnni á Soninn, sem Guð gefur og læt-
ur „hefja upp“ á krossinn, til þess að eyðimerkurfarar
jarðlífsins hafi í samfélaginu við hann eilíft líf (sbr. 47.
Passíusálm).
En þegar minnzt var hjálpræðisverka Guðs og miskunn-
argjafa hlaut hugur að beinast að sáttmála hans við hinn
útvalda lýð. Vitund Jesú um Messíasar-hlutverk sitt fól í sér
vitneskju um nýjan sáttmála, þann er spámenn höfðu fyrir
spáð (Jer. 31,31—34). Með honum myndi Ríki Guðs hefja
sigurför sína. Þessi miklu aldahvörf blasa við sjónum
hans, er hann neytir síðustu máltíðar með lærisveinum sín-
um. En hann vissi, að þau komu ekki af sjálfu sér. Hann
varð að uppfylla skilyrði til þess að mannkyn yrði bundið
nýjum náðarsáttmála við Guð: Hann varð að ganga í dauð-
ann á krossi. Fórn hans er skilyrði þess, að hin nýja öld