Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 56
54
VÍÐFÖRLI
nútímamanna, yfirleitt, þá er ég ekki í efa um, að hún skil-
ur það og metur, ef vér lútum þessum rökum, þegar vér
ráðumst í að reisa henni helgidóm á þessum stað, sem ekki
á neinn sinn líka. Hún veit þá, að vér tókum ekki ábvrgð-
armikla ákvörðun út í bláinn, heldur studdumst við ákveðna
meginreglu, sem var eðlileg og réttmæt. Vér höfðum auö-
mýkt til þess að taka fullt tillit til söguhelginnar og ryðja
oss og vorum tímabundna smekk ekki meira til rúms á þess-
um helgistað aldanna en óhjákvæmilegt var.
Eg bið yður, bræður, að íhuga þetta mál af gaumgæfni
og alvöru. Tillögurétt hafa allir um þetta efni og það er
ekki orðið of seint enn að láta uppi óskir um það. Þvert á
móti er nú einmitt stundin til þess. Ég ætla að mælast til
þess, að þessi fundur lýsi áliti sínu á þessu máli og tjái þá
ósk, að ný kirkja í Skálholti verði sniðin eftir Skálholts-
dómkirkju í megindráttum. Með því væri í fyrsta lagi kom-
ið til móts við ríkan þjóðarvilja. I öðru lagi væri skapað
aðhald um það, að hér verði ekki gerðar tvísýnar tilraun-
ir, — tilraunir um kirkjustíl má alls staðar gera annars og
rctt og nauðsynlegt að gera það, en þessi staður, helgasti
kirkjustaður landsins, kemur ekki til álita sem slík tilrauna-
stöð. I þriðja lagi væru sköpuð tengsl við fortíðina, sera
gæfu hinum nýja helgidómi ómetanlegan blæ og áhrifagildi.
I fjórða lagi væri lotið rökum um þessa ábyrgðarmiklu
framkvæmd, sem öll framtíð hlýtur að viðurkenna og taka
gild.
Mættum vér svo hljóta þann vitnisburð af meðferð þessa
máls, sem Páli biskupi Jónssyni er borinn: Flann vildi þá
meðferð alla hafa, er von var, að Guði mætti bezt þykkja.