Víðförli - 01.11.1954, Side 113
BOÐSKAPUR ALHEIMSRÁÐS KIRKNA AÐ EVANSTON
111
mannlegum hindrunum úr vegi. Það er ekki nóg, að kristnir
menn leiti friðar sjálfra sín vegna. Þeir verða að leita rétt-
lxtis fyrir aðra. Fjöldi manna í mörgum hlutum heims
svelta og eru tilneyddir að lifa við kringumstæður, sem eru
háðung manngildi þeirra. Vinnur kirkja yðar í orði og verki
gegn slíku óréttlæti? Milljónir karla og kvenna eru settar
hjá og óvirtar vegna kynþáttar síns. Er kirkja yðar fús á
sama hátt og þetta þing að lýsa því yfir, að þetta er andstætt
Guðs vilja, og starfa síðan samkvæmt þeirri yfirlýsingu?
Bið'ið þér reglulega fyrir þeim, sem líða undir óréttlæti því
að vera settir hjá vegna kynþáttar, trúar eða stjórnmála-
sannfæringar.
10. Kirkja Krists er í dag samféla<r, sem nær um allan
heim, og þó eru þeir fleiri en tölu verði á komið, sem ekki
þekkja hann. Hversu mikið látið þér það yður skipta? Lifir
söfnuður yðar aðeins sjálfum sér eða lifir hann fyrir menn-
ina, sem umhverfis og utan hans eru? Hvernig er háttað hinu
daglega lífi hans og daglegu starfi meðlima hans í heim-
inum? Er það játning drottinvalds Krists eða er það afneit-
un þess?
11. Guð lætur engan af oss standa einan. Alls staðar
safnar hann oss saman til að verða hans fjölskylda, þar sem
tekið er á móti gjöfum hans og fyrirgefningu. Fyrirgefið
þér hver öðrum á sama hátt og Kristur fyrirgaf yður? Er
söfnuður yðar raunveruleg fjölskylda Guðs, þar sem sér-
hver maður getur fundið sér heimili og vitað, að Guð ber
takmarkalausan kærleika til hans?
12. Vér erum ekki þessum vanda vaxnir, en Kristur er
það. Vér vitum ekki, hvað yfir oss kann að koma. En vér
vitum hver kemur. Það er hann, sem kemur daglega til vor
og mun mæta oss hinn efsta dag, Jesús Kristur, Drottinn vor.
13. Þess vegna segjum vér: Verið glaðir í voninni.