Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 9
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
7
átt að sækja. Jesús líkir afstöðu mannanna til Guðs við at-
ferli ránsmanna og ofbeldismanna, sem ekki virða eignar-
rétt húsbónda síns, rjúfa samninga við hann, misþyrma
sendiboðum hans og drepa þá.
Ekki ákaflega björt mynd! Saga Israels, eins og hún
geymist í annálum, staðfestir samt, að hún sé ráunsönn.
Gæti hún staðizt um fleiri þjóðir, aðra menn? Eða mun
Jesús hafa talið sína eigin þjóð sérstakt og vanartað af-
brigði mannkyns?
Er það ekki Matthías, sem segir: Guðsmanns líf er sjald-
an happ né hrós, heldur tár og blóðug þyrnirós?
Sama sögutúlkun, yfirfærð á mannkynið í heild.
í dæmisögu sinni, eins og endranær, gengur Jesús út frá
því sem grundvallaratriði, að Gyðingar séu Guðs útvalda
þjóð. En það þýðir fn.a., að þeir eru fulltrúar mannkyns,
eins konar skuggsjá þess. Stóru frumlínurnar í sögu þeirra
eru uppistöðudrættir í mynd vor allra.
Nú er það ótvírætt, að Jesús lítur svo á, að saga fyrirfar-
andi alda sé komin í mark með komu hans: Tíminn er
fullnaður — þessi inngangsorð að opinberu starfi sínu
skildi bæði hann og aðrir þannig. Koma hans og saga tákn-
ar þetta: Nú er Sonurinn kominn, sjálfur erfinginn. Hámark
s"gunnar er komið, fylling hennar, sem leiðir endanlega í
ljós, hvað í henni býr af skini og skuggum, ljósi og myr-kri,
Guð og manni. Og það hámark blasir við á Golgata. Þar
koma fram hin dýpstu rök allrar mannlífssögu. Og þau rök
eru: Barátta Guðs og manns.
í
IV.
Barátta Guðs og manns?
Hæfir að tala þannig?
Flestir munu fallast á, að sagan sé barátta, ekki aðeins