Víðförli - 01.11.1954, Page 48
46
VÍÐFÖRLI
rómantík, heldur til þess að virkja þjóðlega hugsjón til
kirkjulegra gagnsmuna og^ávinnings.
Skálliolt getur orðið biskupssetur, þótt ekki virtist fært að
vandlega athuguðu máli, að biskup íslands settist hér að.
Þatta hefur verið rökstutt til þeirrar hlítar, að ekki gerist
þörf að auka þar við til muna að þessu sinni. Með því að
Þggja til, að vígslubiskupi Skálholtsbiskupsdæmis verði á-
kveðinn bústaður á biskupssetrinu forna og honum jafn-
framt ætlað starfssvið, hann látinn taka á sínar herðar ein-
hvern hluta hinna umsvifamiklu.og sívaxandi biskupsstarfa,
höfum vér ekki aðeins sýnt, að vér viljum veg þessa staðar,
holdur höfum vér neytt færis til þess að styrkja aðstöðu
kirkjunnar í þjóðlífinu til verulegra muna. Um þetta atriði
gsrði aðalfundur Prestafélags Suðurlands samþykkt fyrir
sex árum, m.a. með stuðningi fyrrverandi biskups, herra
Sigurgeirs, en hann hafði, ásamt mér, framsögu á þeim
fundi um Skálholt. Var samþykkt fundarins góður stuðn-
irgur við Skálholtsfélagið, sem þá var í fæðingu. Sama
haust skipaði þáverandi kirkjumálaráðherra nefnd til þess
að gera tillögur um framtíð Skálholtsstaðar og var biskup
formaður hennar. Hún varð að lyktum ásátt um að leggja
hið sama til.
Skortur á atfylgi og einhug veldur því, að þessu máli er
ekki lengra komið. Nú þarf að fylgja þessu eftir. Næsta
albingi þarf að set;a leg um vígslubiskup Skálholtsbiskups-
dæmis og miða við, að þau taki gildi við næstu mannaskipti,
eins cg ve^ja er, þegar lögum er breytt um embættaskipan.
Meg’natriði þeirrar löggjafar yrðu þau, að vígslubiskup
skuli sitja í Skálholti og heita Skálholtsbiskup, að hann
skuli annast biskupsstörf, annað hvort að öllu í tilteknum
hluta hins forna biskupsdæmis eða að nokkrum hluta í
biskupsdæminu öllu. Fyrri möguleikinn virðist mér eðli-