Víðförli - 01.11.1954, Side 92
90
VÍÐFÖRLI
í grísk-kaþólska og rómversk-kaþólska ki'rkju. Að klofning-
unni lágu bæði stjórnmálalegar, þjóðlegar og kenningaleg-
ar orsakir. — Onnur stór klofning var siðbótin á 16. öld, er
Vestur-kirkjan skiptist. I raun og veru var þetta bylting
bæði í trúarlegu og skipulagslegu tilliti gegn spillingu þá-
verandi kirkjuskipunar og einræði páfans. Siðbótin tók á sig
mismunandi myndir eftir löndum þeim, sem hún komst á í.
Nauðsyn siðbótarinnar var nokkru síðar viðurkennd af
hálfu rómversk-kaþólsku kirkjunnar, er hún hóf gagnsiðbót
sína. Mótmælendur skiptust síðan sjálfir í smærri deildir.
Er þeir hófu landnám í hinum nýja heimi, héldu þeir skipt-
ingunni, og sama máli gegnir um kristniboðsstarfið, þar
sem það hefur verið rekið af kristniboðsfélögum ýmissa
kirkjudeilda. —
Skipting kirkjunnar er því gömul, og hafa margir menn
hennar fundið sárlega til þeirra erfiðleika og hindrana, sem
hún hefur valdið í starfi hennar. Til þess að sigrast á þessu
hefur hafizt á 20. öld öflug hreyfing nefnd eukumeniska
hreyfingin, á íslenzku stundum þýtt samkirkjuhreyfingin.
Að þessari hreyfingu, sem vinnur að samvinnu, samfélagi
og sameiningu kristinna manna og kirkna um allan heim,
standa mótmælendakirkjur og grísk-kaþólska kirkjan.
Rómversk-kaþólska kirkjan er ekki með, sér hún þá eina
leið til sameiningar, að kirkjurnar hverfi til hennar.
Uppruna sinn rekur samkirkjuhreyfingin til alheims-
kristniboðsþingsins í Edinhorg 1910, er ýmis trúboðsfélög
mótmælenda létu í Ijós ósk sína um aukinn skilning trúboða
sín á milli í heiðnum löndum. Þetta leiddi til hreyfingar,
sem lagði áherzlu á að rannsaka trú og kirkjuskipan og er
við það kennd. Fyrsta heimsstyrjöldin tafði það starf, en þá
kom í ljós brýn nauðsyn á samstarfi kirkna á vettvangi
milliríkja- og þjóðmála, og leiddi það til hreyfingar, sem