Víðförli - 01.11.1954, Page 47
SKÁLHOLT Á TÍMAMÓTUM
45
sem Skálholt á í huga þjóSarinnar. Kirkjan á að meta sírn
ar minningar og þjóðarinnar, sína framtíð og þjóðarinnar,
þess að tengja veigamikla þætti lífs síns og starfs við þenn-
an stað.
I tveim stærstu blöðum landsins hafa á þessu sumri á
ritstjórnarstað komið fram alleindregnar tillögur um það,
að biskupinn yfir Islandi skuli setjast að í Skálholti. Ann-
ar þessara ritstjóra, Sigurður Bjarnason, hefur áður vakið
máls á þessu í blaði sínu og líka á öðrum vettvangi. Og öðru
sinni í sumar kom fram í öðru þessara blaða, Tímanum,
tillaga um það, rituð af meðritstjóra blaðsins, að sjálf Guð-
fræðideildin skuli flutt í Skálholt.
Þetta eru dæmi, engan veginn einstæð, um það, hvernig
leikmenn hugsa til þessa staðar. I einni þessara greina var
komizt svo að orði, að þs6r tillögur, sem fram hafa komið
frá klerkum, væru lítilla sanda og sæva. Mátti finna, að
lítil þættu geð þeirra guma, sem um þær hafa fjallað.
Nú er ekki víst, að þetta sé að öllu sanngjarn dómur né
rétt ályktað. Það gæti hugsazt, að raunsæi þeirra, sem
málum eru kunnugastir, valdi því, að tillögur þeirra hafa
ekki verið svona stórar í broti.
En vert er að gefa slíkum röddum gaum. Þær mega
minna á, að kirkjunnar mönnum ber að sýna, að þeir hafi
tillögur fram að færa, hugsjónir um Skálholtsstað, er ekki
beri vitni um lítil geð. Þjóðin vill, eða þorri hennar, að hér
verði biskupstóll og kirkjulegt menntasetur. Og sá hluti
hennar, sem hefur ekki enn gert sér grein fyrir óskum sín-
um, myndi taka því með þökkum að fá viturlega hjálp til
þess að ráða dulda drauma sína um þennan tignarstað.
Vér, kirkjunnar menn, þurfum að koma til móts við þjóð-
ina í þessu. Ekki til þess að þægja né blása að sögulegri