Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 27
VALDESAKIRKJAN
25
Hið sviplega fráfall þessa vinar hafði djúptæk áhrif á Pét-
ur Valdes, og hann spurði sjálfan sig: „Hvar væri ég nú
kominn á þessari stundu, ef ég hefði verið lostinn svipu
dauðans?“ Kaupmaðurinn, sem hafði safnað ýmsum dýr-
mætum perlum um ævina, fór nú að leita hinnar dýrustu
perlu. Hann fór að leita guðsríkis af öllum huga, og spurði
prest einn, hver væri bezta leiðin þangað. Prestur hóf máls
á langri skýrgreiningu, en Valdes tók fram í fyrir honum
með þessum orðum: „Hver er öruggasta og bezta leiðin?“
Þá var eins og prestinum væri blásin þessi orð Jesú í brjóst:
„Ef þú vilt vera algjör, þá far, sel eigur þínar og gef fátæk-
um cg munt þú eiga fjársjóð á himnum og kom síðan og fylg
mér.“ (Matt. 19:21). Valdes ákvað að fylgja þessum orð-
um bókstaflega og skipti eigum sínum milli fjölskyldu sinn-
ar og fátækra, en tók þó frá fjármuni til að kosta þýðingu
á Heilagri ritningu. í þeirri bók fann hann einmitt þá dýr-
mætu perlu, sem hann leitaði að. Þegar hann hafði kynnzt
fegurð hennar og lært að meta gildi hennar, þá brann hjarta
hans af löngun eftir því að gera aðra að hluttakendum þessa
sama fjársjóðar. Hann fór því að bjóða vinum sínum heim
og las fyrir þá úr ritningunni og útlagði, eftir því sem í
ha~s valdi stóð. Svo fór hann að prédika með Biblíuna
milli handanna og brátt safnaðist um hann hópur manna.
Um stund leyfði páfinn Valdes og fylgjendum hans að pré-
dika, einkum með tilliti til þess, að þeir veittust í fyrstu
ekki gegn hinni opinberu kirkju, en lögðu áherzlu á fræðslu
í hinum helgu ritningum. Ekki leið samt á löngu, þar til er
starf Valdesar og „hinna fátæku frá Lyon“, eins og fylgj-
endur hans voru oft kallaðir, vakti óróa kirkjunnar manna.
Ánð 1179 var leikmönnum bönnuð öll prédikunarstarfsemi,
nema að fengnu leyfi kirkjulegra yfirvalda. Og er þeir ó-
hlýðnuðust fyrirmælum þessum, bannsöng páfi þá 5 árum