Víðförli - 01.11.1954, Page 32
30
VÍÐFÖRLI
sí'gu rómversk kaþólsku kirkjunnar, og óp þeirra tóku al-
veg yfir.
Arið 1685 nam Lúðvík 14. Frakkakonungur trúfrelsi
mótmælenda í Frakklandi úr gildi og lét útrýma Valdesum
úr frönsku Alpadölunum. Hertoginn í Savoy lét þá árið
eftir banna allar guðsþjónustur Valdesa. Kirkjur þeirra
skvldu rifnar, prestar og kennarar fara í útlegð og börn
þsirra skírð og uppalin í rómversk kaþólsku kirkjunni. Lít-
ill hópur lifði ofsóknirnar af í felustöðum í fjöllunum og
vildi hvorki gefast upp né fara úr landi. Þó féllust þeir á
h:ð síðarnefnda, ef allir landar þeirra, sem hefðu verið
setíir í fengelsi fengju að fara með þeim í útlegð. Á að-
fangadag jóla árið 1686 var föngunum sleppt, og þeir urðu
að vera farnir úr landi, áður en jólasólin kom upp. Aðeins
tæplega 3 þúsund Valdesar komust yfir fjöllin í vetrarsnjón-
um til Genfar, þar sem þessum hetjum var tekið opnum
örmum.
En Valdesar gátu ekki gleymt heimastöðvunum, dölunum
fögru, og Valdesar, sem setzt höfðu að í Sviss, ákváðu að
hverfa þangað aftur. Hinn 16. ágúst 1689 söfnuðust 900
Valdesar saman í litlum bæ norðan við Genfarvatn. Fóru
þeir á bátum yfir vatnið og kusu sér erfiðustu fjallvegina í
hnédjúpum snjónum í hlíðum Mont Blanc til að forðast
óvinina. Svo virtist, sem f jandmennirnir hefðu ráð þeirra í
hendi sér, og þeir þjörmuðu einnig mjög að þeim, en þá
bar svo til, að hertoginn í Savoy vildi efla her sinn með
þf^ssum hraustu fjallabúum og leyfði þeim að setjast að í
döl mum. Ileimförin var feikilegt þrekvirki, sem síðar vakti
mikla hrifningu Napóleons á þessum hraustu fjallabúum
og leiðtogahæfileikum Henri Arnaud, foringja fararinnar.
Konur, börn og aðrir útlagar fengu nú aftur að hverfa
heim, og fjölskyldur, sem neyddar höfðu verið til að ganga