Víðförli - 01.11.1954, Page 111

Víðförli - 01.11.1954, Page 111
BOÐSKAPUR ALHEIMSRÁÐS KIRKNA AÐ EVANSTON 109 inn til himna hefur hann skapað í heiminum nýtt samfélag, samtengt í anda hans með hlutdeild í guðlegu lífi hans, og hefur því verið falið að boða hann um allan heim. Hann mun koma aftur sem dómari og konungur til að fullkomna alla hluti. Þá munum vér sjá hann eins og hann er og þekkja, eins og vér erum þekktir. Vér bíðum þessa ásamt allri sköp- uninni með eftirvæntingu og vitum, að Guð er trúr og að hann jafnvel nú hefur alla hluti í sinni hendi. 4. Þessi er von Guðs barna á öllum tímum, og vér flytj- um hana að nýju í dag öllum þeim, sem hlýða vilja. Að taka henni er að snúa af vorum vegum inn á Guðs vegu. Það er að lifa sem syndarar, er hlotið hafa fyrirgefningu, sem börn, er vaxa í kærleika hans. Það er að eiga þegnrétt í því ríki, sem engin mannleg synd getur eytt, ríki kærleika, gleði og friðar, ósýnilegt, en umlykur þó alla menn. Það er að taka með Kristi þátt í þjáningu og örvæntingu manna og búa ásamt þeim yfir hinum mikla leyndardómi konungsríkis þess, sem þeir ekki vænta. Það er að vita, að Jesús ríkir og mun ríkja, hvað sem menn kunna að gera. 5. I þessari vissu getum vér með djörfung horfzt í augu við öfl hins illa og ógnir dauðans. Er vér höfum verið leyst- ir undan óttanum, hefur oss verið veitt frelsi til að elska. Handan dóms mannanna og handan dóms sögunnar er dóm- ur konungsins, sem dó fyrir alla menn, og hann mun dæma oss eftir því, sem vér höfum gert minnstu bræðrum hans. Þannig beinir oss hin kristna von vor að náunga vorum. Það knýr oss til að biðja daglega: „Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“ og breyta samkvæmt bæn vorri á öllum sviðum lífsins. Það getur af sér líf í trú og bæn, í eftirvænt- ingu og framtaki, sem hefur Jesúm fyrir augum og skund- ar til móts við þann dag, er hann kemur aftur í dýrð. 6. Fyrir atbeina þeirra kirkna, sem eru aðilar ráðs vors,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.