Víðförli - 01.11.1954, Síða 112
110
VÍÐFÖRLI
snúum vér oss nú til sérhvers safnaðar. Fyrir 6 árum sam-
einuðust kirkjur vorar um stofnun þessa ráðs og staðfestu
vilja sinn til sameiningar. Vér þökkum Guði fyrir blessun
hans yfir starf vort og félagsskap þessi sex ár. Vér tökum
nú næsta skref. Ekki er nóg að vera saman. Vér verðum
að halda áfram. Því betur sem vér skiljum einingu vora í
Kristi, þeim mun óbærilegra er það, að vér skulum vera
sundraðir. Þess vegna spyrjum vér yður: Ihugar kirkja yð-
ar alvarlega afstöðu sína til annarra kirkna í ljósi bænar
Drottins vors um, að vér mættum verða helgaðir í sannleik-
armm og allir vera eitt? Gerir söfnuður yðar ásamt öðrum
söfnuðum í nágrenni hans allt, sem í hans valdi stendur,
til þess að það fólk, sem þér búið á meðal, heyri rödd hins
eina hirðis kalla alla menn til einnar hjarðar?
7. Þau öfl, sem sundra mönnum, eru sterk. Á þingi voru
hér höfum vér saknað nærveru hinna kínversku kirkna,
sem með oss voru að Amsterdam. Onnur lönd og kirkjur
e’ga ekki fulltrúa í ráði voru, og vér þráum mjög félagsskap
þeirra. En vér erum þakklátir fyrir það, að hér að Evanston
erum vér sameinaðir í Kristi, enda þótt mestu stjórnmála-
andstæður vorra tíma skilji oss að. Og vér fögnum yfir því,
að sameinaðir í bæn og í sameiginlegri von eigum vér sam-
félag við kristna bræður vora hvarvetna.
8. Það er innan frá þessu samfélagi, sem vér verð-
um að tala um ótta þann og tortryggni, sem sundrar heimi
vorum í dag. Það er aðeins við kross Krists, þar sem
menn sjá sjálfa ;sig sem syndara, er hlotið hafa fyrir-
gefningu, að þeir geta orðið eitt. Það er þar, sem kristnir
menn verða að biðja daglega fyrri óvinum sínum. Það er
þar, sem vér verðum að leita lausnar frá eiginréttlæti, óþol-
inmæði og ótta. Og þeir, sem vita, að Kristur er upprisinn,
ættu að hafa djörfung til að vænta nýs kraftar, sem ryður