Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 7
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
5
á aftökustaðnum, um leið og hann er negldur á krossinn,
sama geiglausa vissan: Hann hefur á réttu að standa, þeir
ekki, hann veit, hvað hann er að gjöra, þeir ekki, hann er
Guðs megin, þeir ekki: Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir
vita ekki, hvað þeir gjöra. Og síðar, þegar máttur líkamans
var sem óðast að fjara út í kvölum krossins, enn á þeirri
stundu sama meðvitund um valdið, sem enginn maður get-
ur tekið sér: Hann sýknar ræningjann — í dag skaltu vera
með mér í Paradís.
III.
Loks hneigði hann höfuð sitt og gaf upp andann,
Var þá ekki fallinn úrskurður Guðs sjálfs í því máli, sem
þessi átök snerust um? Að kvöldi langafrjádags hefur víst
enginn efast um það.
Málinu hafði verið skotið til Guðs. Hvað eftir annað
kvað við umhverfis krossinn, ögrandi, storkandi: Nú sést,
hvað þú varst sannorður, nú sést, hvorum megin Guð er,
hvort þú hefur með réttu talað og starfað í guðlegu umboði
og valdi, Guð gerir ekkert til þess að bjarga æru þinni
og lífi og þú getur elckert nú!
Andstæðingai Jesú gengu til náða þetta kvöld í þeirri
b:argföstu vissu, að sjálfur Guð hefði skrifað upp á ákær-
una gegn honum og staðfest dauðadóminn fyrir guðníð.
Hinir fáu vinir Jesú dirfðust ekki heldur að halda annað.
En eitt var þó, sem hefði mátt vekja vafa um, að þetta
væri rétt ályktað: Jesús var sjálfur sannfærðari en nokkur
annar um, að hann ætti að hljóta þennan dauðdaga, það
væri vilji Guðs.
Áreynslulaust sannfærðist hann ekki um þetta. En vissan
varð óhagganleg: Þetta var Guðs vilji. Dauðinn var megin-
liður í ætlunarverki hans, innsigli þess, úrslitalóð á meta-