Víðförli - 01.11.1954, Side 93
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
91
nefndist líf og starf. — Síðan hafa þessar hreyfingar vaxið
og haldið þing víða og tekið til umræðu ýmis helztu vanda-
mál á vettvangi kirkju- og alþjóðamála. Einna merkast má
telja þingið í Stokkhólmi 1925, er saman komnir voru 600
fulltrúar frá 37 löndum. 1937 hélt hvor hreyfing um sig
þing í Englandi, og var þá ákveðið að sameina báðar undir
heitinu Alheimsráð kirkna. Undirbúningur og framkvæmdir
drógust vegna síðari heimsstyrjaldarinnar fram til 1948,
en þá var Alheimsráð kirkna (World Counsil of Churches)
formlega stofnað á stóru þingi, sem haldið var í Amster-
dam, Eíollandi. Þar voru saman komnir fulltrúar frá 147
kirkjum. Þetta var stór viðburður í sögu kristninnar. Al-
heimsráð kirkna er skref í átt til einingar kirkna, það er
ekki nein yfirkirkja, heldur samfélag kirkna. Sem ráð legg-
ur það til vettvang fyrir umræður, auðveldar sameiginlegt
átak og samvinnu í rannsóknum. Það blandar sér á engan
hátt í kenningu, guðþjónustuskipan eða stjórn meðlima
kirkna. Það kallar þær til samvinnu á grundvelli, sem felur
í sér viðurkenningu á guðdómi Jesú Krists. —
Fyrsta grein grundvallarlaganna hefst á þessa leið: Al-
heimsráð kirkna er félagsskapur kirkna, sem viðurkenna
Drottin vorn Jesúm Krist sem Guð og frelsara. — Á þing-
inu í Amsterdam voru kjörnir sex forsetar. Meðal þeirra
má nefna erkibiskup Svía, erkibiskupinn af Kantaraborg
og dr. John R. Mott, sem kjörinn var heiðursforseti. Hafði
hann setið í forsæti á alheimskristniboðsþinginu í Edin-
borg 1910. A þinginu var einnig kosin 90 manna miðstjórn,
sem skipuð var fulltrúum mismunandi erfikenninga og
landa, og koma þeir saman ár hvert. Þessi stjórn hefur með
höndum stjórn ýmissa deilda og starfsmanna. Samstarf hef-
ur verið gott þessi sex ár, sem liðin eru. Fjórir fundir hafa
verið haldnir í Ameríku, Evrópu og Asíu og hver tekið 5—6