Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 37
VALDESAKIRKJAN
35
mig ósjálfrátt á Mussolíni, er kominn inn í lestina og farinn
að líta á föggur farþeganna og vegabréf. Vér erum komnir
yfir landamæri Sviss og Ítalíu. í sama klefa er ítölsk
stúlka, sem ætlar til Torínó og skiptir því um lest í Aróna
eins og ég, en hún getur lítið hjálpað mér, því að mála-
kunnátta hennar nær til ítölskunnar einnar. í Torínó komst
ég fljótlega í samband við prest Valdesakirkju borgarinnar
og hélt samdægurs í átt til dala Valdesa, sem er hinn eini
blettur á allri Italíu, þar sem mótmælendur eru í meiri
hluta. Lestin mjakast hægt suðvestur á bóginn frá Torínó,
og er síðasti áfangastaður hennar Torre Pellice, höfuðstað-
ur dalanna og höfuðstöðvar Valdesa. Nú er ég ekki lengur
á alraraleið. Enga skemmtiferðamenn er að sjá í lestinni,
heldur einungis ungt og frekar fátæklega klætt verkafólk á
leið heim til sín. Lestin er hæggeng og stanzar á smástöðvum
á stundarfjórðungs fresti og er því tímana tvo þessa 50 kíló-
metra til Torre Pellice. Farþegaklefar voru þéttsetnir og illa
gekk að fá sæti. Var þar hinn mesti ys og þys og kliður
mikill af samtali unga fólksins. Það er leitt að vera meðal
jafr'skemmtilegs fólks og ítalir eru og geta ekki skrafað við
þá. Finlægni og hjartahlýju þeirra er við brugðið og ræðuir
eru þeir í meira lagi. En svo mikið gat ég látið samferða-
menn mína skilja á mér, að ég væri á leið til „Chiesa Vald-
ese“ , kirkju Valdesa, en þeir kváðust allir tilheyra róm-
versk kaþólsku kirkjunni. Síðla kvölds var ég kominn á
áfangastað og stóð loks að kalla einn eftir á stöðinni, en
hresstist þá í huga, er tveir drengir, sem þar voru staddir,
kváðust vera komnir að sækia mig. Drengirnir reyndust
vera synir prestsins í Torre Pellice, og hafði Valdesaprest-
urinn í Torínó gert honum aðvart um ferðir mínar. Dalur-
Ln fiöllin og fljótið var allt hiúnað myrkri næturinnar, en
ljósdeplarnir í dalhotninum gáfu til kynna, hvar bæinn