Víðförli - 01.11.1954, Side 36
34
VÍÐFÖRLI
Valdesana. Rómverska kirkjan starfar ekki aðeins með því
að prédika í kirkjum, sem ávallt eru opnar og reiðubúnar
að veita þeim viðtöku, sem leita í faðm móðurkirkjunnar,
heldur veitir hún einnig rómversk kaþólskum innflytjend-
um hagstæð lán til þess að kaupa jarðir af Valdesum. Ef
Valdesabóndi verður gjaldþrota á hann erfitt með að koma
í veg fyrir, að jörð hans komist í hendur rómversk kaþólskra
manna. Af þessu má sjá, að Valdesar eiga enn mjög í vök
að veriast vegna harðskeyttrar andstöðu hinnar voldugu og
auðugu rómversk kaþólsku kirkju, þótt þeir njóti trúfrelsis
og fullkominna borgaralegra réttinda.
V.
Eg var fyrir tveim árum staddur í Genf í Sviss, en sú
bo’-g kemur mjög við sögu siðbótarinnar og Valdesa. Þar
voru höfuðstöðvar siðbótar Kalvíns, en nú hafa þar bæki-
st"ð mörg alheimssamtök kristinna manna, svo sem alkirkiu-
Láðið og lútherska heimssambandið. Þar áttu Valdesar allt-
áf öruggt hæli, er þeir urðu fyrir barðinu á hinni blóðugu
gagnsiðbót rómversk kaþólsku kirkjunnar, og þangað sóttu
prestar þeirra menntun sína. Það átti því vel við að leggja
þaðan upp í ferð til hinna söguríku dala Valdesa á Norður-
Í'alíu. Leiðin lá um reisulega bæi og byggðir, meðfram
fögrum vötnum, um gróðursæla, breiða dalbotna, þar sem
uxu margs konar ávaxtatré, svo sem aprikósutré. Á báðar
hendur voru himinhá Alpafjöllin, þau hæstu með snjó-*
kolla á tindum, skógarbelti í hlíðum og vínekrur í fjallsrót-
um. Undurfögur og heillandi sýn. Þegar komið er út úr
Sankti Bernharðsjarðgöngunum verða sýnileg umskipti,
hvað byggðina áhrærir. Náttúrufegurðin er hin sama, en
hér ber byggðin vott um fátækt og kröpp kiör fólksins. Lít-
ill og digur, einkennisklæddur eftirlitsmaður, sem minnir