Víðförli - 01.11.1954, Page 110
Boðskapur annars þings Allieimsráðs
kirkna að Evanston, ágúst 1954
(Kristján Búason, stud. theol., þýddi).
1. Ollum kristnum trúbræðrum og öllum mönnum í
öllum löndum sendum vér kveðju í nafni Jesú Krists. Vér
játum trú vora á Jesúm Krist sem von heimsins og óskum
þess einlæglega að sameinast öllum mönnum í þeirri trú.
Guð fyrirgefi oss, að vér höfum oft hulið þessa von fyrir
heiminum með syndum vorum.
2. Yfirstandandi ólgutímar gefa tilefni til bæði vonar
og ótta. Það er í sannleika gott að hafa von um frelsi, rétt-
læti og frið, og það er Guðs vilji, að vér njótum þessara
gæða, en hann hefur skapað oss til þess sem meira er, hann
hefur skapað oss sjálfum sér til handa, til þess að vér mætt-
um þekkja hann og elska, tilbiðja hann og honum þjóna.
Ekkert annað en Guð fær nokkru sinni fullnægt mannshjart-
anu. Gleymi maðurinn þessu, verður hann sinn eigin óvin-
ur. Hann leitar réttlætis, en skapar kúgun. Hann þráir frið,
en hrekst út í ófrið. Drottnun hans yfir náttúrunni ógnar
honum með eyðingu. Hvort sem hann viðurkennir það eða
ekki, þá stendur hann undir dómi Guðs og skugga dauðans.
3. Jesús stóð oss við hlið, þar sem vér nú stöndum. Hann
kom til vor, sannur Guð og sannur maður, til að leita og
frelsa. Enda þótt vér værum óvinir Guðs, dó Kristur vor
vegna. Vér krossfestum hann, en Guð reisti hann frá dauð-
um. Hann er upprisinn. Hann hefur sigrað vald syndar og
dauða. Nýtt líf hefur hafizt. Og sem upprisinn og upphaf-