Víðförli - 01.11.1954, Page 21

Víðförli - 01.11.1954, Page 21
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR 19 um helgaðir með fórnargáfu líkama Jesú Krists í eitt skipti fyrir öll. Með einni fórn hefur hann um aldur fullkomnað þá, er helgaðir verða“ (10, 10, 14). Kristsur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum. Boðberar frumkristninnar fundu í Gamla testamentinu vís- bendingar um Krist og fórnardauða hans. Samtalið á veg- inum til Emmaus (Lúk. 24) varpar ljósi yfir það, hvernig það fer að ljúkast upp í birtu páskanna, að hverju líf Jesú harði stefnt og hvað það var, sem undir bjó, þegar hann talaði um við lærisveina sína með orðum, sem þeir skildu ekki þá, hvaða erindi hann ætti til Jerúsalem í síðasta sinn. Sú ritning, sem dýrmætust var í þessu tilliti, er vafalaust 53. kap. Jesaja, þar sem talað er um þjón Drottins, er sak- laus líður fyrir syndir lýðsins. „Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir“. Þessi og hliðstæð spádómsorð hafa verið þungvæg í aug- um Jesú sjálfs og lykill að skilningi hans á köllun sinni (sjá Víðförla 4. árg. bls. 17—19 og 6. árg. bls. 77—78). Hann vitnar og sjálfur til Jes. 53, þegar hann gengur út til Getsemane: Þetta, sem ritað er, hlýtur að koma fram við mig (Lk 22,37). Post. 8 og 1. Pét. 2,21—24 sýna, hvern- ig ummæli Jesaja hafa verið notuð til þess að túlka fórn Krists: Hún er fólgin í því, að hann tók á sig þá refsingu, sem aðrir höfðu unnið til, fórnaði sér í sektarfórn. Þetta er túlkað víða með líkingu lausnargjalds. Þá lík- ingu notar Jesús: Hann var kominn til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds (Mt. 20,28). Þessi líking var glögg og áhreifanleg á tímum, er skuldafangelsi voru algeng og á- nauð vegna skulda (sbr. Mt. 18,21—35). Allir könnuðust við, að mansmenn urðu keyptir og mátti kaupandinn gefa þrælinn frjálsan, ef hann vildi. Leysingi var þakklátur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.