Víðförli - 01.11.1954, Side 60
58
VÍÐFÖRLI
misst menn sína, en ejga hópa af börnum; þessar konur
verða sannarlega að berjast áfram í allsleysi.
Sumstaðar búum við til tröppur í þær götur þorpsins
sem brattastar eru, því að í rigningu eru þær annars ófær-
ar. Ur kassafjölum klömbrum við saman húsgögn í skólann
okkar. Oft er það, að einhver kemur hlaupandi, sem hefur
meitt sig á fingri eða á fæti, og þá veitum við fyrstu hjálp
— þvoum sárið og bindum um. Við eigum helzt að vera
alstaðar, og geta allt. Fyrir stuttu síðan kom einn til okkar
með gamla vekjaraklukku. Við áttum að gera við hana, en
það var nú meira en við værum færir um.
En það sem verst er af öllu: úrræði okkar eru svo tak-
mörkuð, og við getum alls ekki hjálpað eins og við fegnir
vildum. Sú grein leikmannaþjónustunnar, sem Alsír snert-
ir, verður að bjargast við hin lágu tillög meðlimanna. Allt-
of oft verður ritarinn okkar að senda betlibréf — óp um
hjálp til meðlimanna, svo að við getum haldið áfram að
starfa, enn nokkrar vikur. Og gott fólk hér — Evrópu-
menn og heimamenn — gerir allt sem það getur. Við og
við fáum við frá góðum sálum nokkra kassa eða annað
gamalt drasl, sem Evrópumenn telja ónýtt, t.d. ónýta skápa,
gömul matarílát, hálfar hurðir, aflóga föt, blikkdósir,
blikkkassa, flöskur, o.s.frv. Svo er þetta flokkað, kassarn-
ir vandlega teknir sundur, naglarnir réttir; eða þá að við
fáum nagla í tröppurnar okkar. Allt, bókstaflega allt drasl
getum við notað, fyrir okkur er það verðmætt hráefni. Marg-
oft óska ég mér þess, að ég væri kominn á skarnhaug í
Evrópu. Hvílíkum fjársjóðum gæti ég þá bjargað, og hversu
mikilli neyð gæti ég þá af létt!
Og þegar við svo erum að vinna úr þessum kassafjölum
okkar, og eitthvað sníðst niður, þá standa þau þarna börn-
in — piltar og stúlkur — og bíða eftir því að eitthvað hrjóti