Víðförli - 01.11.1954, Side 85
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
83
var ímynd sáttmálans við ísrael og þeirra fyrirheita, sem í
honum fólust. Hinn jafni stígandi þessarar fornhelgu lof-
gjörðar, sköpunarsögunnar, stefnir meðfram að því að
grundvalla helgi sabbatsins: Guð hvíldist af verki sínu hinn
sjöunda dag og hann blessaði daginn og helgaði.
Nú er það vitanlegt öllum, að sabbatshelgin, eins og hún
var túlkuð af Gyðingum og girt lögmálsákvæðum þeirra,
er ekki viðurkennd í Nýja testamentinu, enda afneitað af
Jesú Kristi sjálfum. Hann var herra hvíldardagsins (Mark.
2,28) og allra ákvæða hinna gyðinglegu helgilaga. Þau voru
liður í uppeldi og ögun Israels á tímum hins gamla sáttmála,
„þangað til sú trú, sem var í vændum, opinberaðist“ (Gal.
3,23). Þegar Jesús var víttur fyrir að lækna mann á hvíld-
ardegi (Jóh. 5), svaraði hann: Faðir minn starfar allt til
þessa, ég starfa einnig. Þessi orð eru skýlaus andmæli hans
gegn þeim skilningi, sem vitandi eða óvitandi lá að baki
hugmyndum Farisea um hvíldardaginn, að helgi hans væri
óhagganlega staðfest með sabbatshvíld Guðs að loknu slcöp-
unai'verkinu. Hann neitar m.ö.o. rökum sköpunarsögunnar
fyrir sabbatshelginni. En hafi ummæli hennar um sjöunda
daginn — en þau eru þungamiðjan í sjálfu dagatalinu út
af fyrir sig — ekki haft varanlegt opinberunargildi í aug-
um hans, þá hefur hann þaðan af síður talið aðrar tíma-
ákvarðanir hennar varanlega gildar. Og kristin kirkja leit
svo á, að með upprisu hans væri sabbatsdagurinn leystur
af hólmi í eitt skipti fyrir öll — hún gerði fyrsta dag vik-
unnar, Drottins daginn, dag upprisunnar, að vikulegum
fagnaðardegi sínum, enda var hann enn að nýju auðkennd-
ur og blessaður með sendingu heilags anda.
Dagarnir sjö í sköpunarsögunni eru beinagrind, sem höf-
undur notar til stuðnings boðskap sínum. Hann velur þá
beinagrind af tímabundnum ástæðum, valið byggist á