Víðförli - 01.11.1954, Side 103
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
101
2, 3 eða 4. Á öðrum degi þingsins flutti dr. Wilhelm Viss-
er Hooft frá Hollandi, aðalframkvæmdarstjóri Ráðsins,
ræðu. Hann benti á mikilvægi þessa annars þings jafnungs
félagsskapar og Alheimsráðs kirkna. Lýsti hann hlutverki
Ráðsins og benti á mikilvægi þess sem vettvangs sameigin-
legs vitnisburðar kirkna í nútímanum. Kirkjurnar hefðu
ekki aðeins ólíkan skilning á trú og kirkjuskipan, heldur
einnig á því, hvað skapi sanna einingu. En ráðið gæti og
yrði að vinna að því, að svo mikið verði kirkjunum sameig-
inlegt, að það sé ekki framar ástæða fyrir þær að vera
skiptar. Þá minnist hann á, hverjir væru fjarverandi. Með-
limatalan hefði vaxið, en þær kirkjur, sem ekki ættu full-
trúa á þessu þingi, væru í fyrsta lagi rómversk-kaþólsk
kristni, í öðru lagi þær kirkjur víða um heim, sem hefðu ekki
enn þá gengið í Ráðið, og í þriðja lagi þær kirkjur, sem
ekki hefðu fengið leyfi stjórnarvalda til að taka þátt í sam-
kirkjuhreyfingunni eða senda fulltrúa á þing hennar. Kína,
sem átti kirkjufulltrúa í Amsterdam og einn forsetanna, átti
engan að þessu sinni. Næstur talaði biskupinn af Chiehester.
Hann rakti í stuttu máli, hvað gert hefði verið og gerði síð-
an grein fyrir auknum viðfangsefnum, þar sem ástand í
heimsmálum hefði stórum versnað, þess vegna væri vaxandi
þörf fyrir Alheimsráð kirkna til að styrkja félagsskap
þeirra og flytja víðar vitnisburð þeirra um Jesúm Krist.
Eins og fyrr segir er hann formaður miðstjórnar Ráðsins,
og lauk hann máli sínu með því að lýsa því yfir, að það
hefðu verið mikil forréttindi að hafa verið formaður slíks
bræðralags kristinna manna.
Aðalefni þingsins var eins og fyrr getur: Kristur, von
heimsins. Það var rætt alla fyrstu vikuna.
Til þess að auðvelda umræður var þátttakendum skipt í
15 umræðuhópa og mættu þeir á ýmsum stöðum í háskóla-