Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 70
68
VÍÐFÖRLI
nútímans svo sem stjörnufræðingsins Jamra Jeames, kjarn-
orkufræðingsins Oppenheim og geðlæknisins ameríska,
Fischers. Hann segir, að ef unnt væri að draga saman alla
þekkingu mannkynsins í nokkrar greinar, og þær færðar í
búning af færustu og beztu skáldum þess, væri það ekkert
í áttina við það að vera eips viturlegt og auðugt af skáld-
legri innsýn og fegurð eins og Fjallræðan.
Carl Jung, læknir, segir einnig, að flest vandamál manna
á fullorðins árum eigi rætur sínar að rekja til skorts á góðri
trú, og leit þessara manna miði að því að finna haldgóða
trú. Trú á lífið, tilgang þess og skapara.
Rannsóknir á blóði manna, sem gerðar voru fyrir tveim-
ur árum síðan í Bandaríkjunum benda til þess, að vissir
vakar (hormón) í blóðinu, sem nefnd eru adrenalin, nora-
drenalin og önnur skyld efni virðast standa í beinu sam-
bandi við tilfinningalíf manna. Ef ýmsar ó'neppilegar
kenndir, svo sem óvild, andúð og kergja magnast hjá mönn-
um, þá aukast þessir vakar að því er virðist nákvæmlega að
sama skapi. Þetta hefur óheppileg áhrif í ýmiskonar tauga-
veiklun hjá drykkjumönnum og geðsjúklingum. Ymsir aðrir
sjúkdómar, sem venjulega eru taldir líkamlegs eðlis, eins
og sumir maga- og garna-kvillar, margir öndunarfæra- og
húðsjúkdómar eiga einnig rætur sínar að rekja til tilfinn-
ingalegs eða geðræns uppruna. Ráðið við þessu sýnist' vera
ofur einfalt, en það er aukin ástúð, velvild og umburðar-
lyndi gagnvart öRu og öRum, sem sagt það að elska skap-
arann ofar öRu, þann mikla eilífa anda sem í öRu og aRs-
staðar býr, og náungann eins og sjálfan sig. Þetta er samt
miklu flóknara og erfiðara viðfangs en það virðist vera í
fljótu bragði. Þessir menn og konur hata oft og fyrirKta
sjálfa sig, og eru fuR sektarvitundar, óróleika og kvíða,
svo að þó að þeir elskuðu náungann eins og sjálfa sig, yrði