Víðförli - 01.11.1954, Side 57
líödd frá Alsír
Eftir að hafa unnið í nokkrum „vinnubúðum“ á vegum
„alþjóða leikmannaþjónustunnar“ (Service Civil Internat-
ional, í Þýzkalandi og Frakklandi), hef ég síðan í nóvem-
berbyrjun starfað í „vinnubúðum“ í Alsír.
Þegar ég kom hingað á dásamlega fögru kvöldi, eftir
viðburðaríka ferð, þá skelfdist ég svo, að það greip mig
að innstu hjartarótum. I Bidonville, þorpi á að gizka 20
km. utanvið Algeirsborg, var slegið upp tjöldum leikmanna-
þjónustunnar. Hér átti þá að vera starfssvið mitt og nokk-
urra vina minna næstu vikurnar. Það sem ég, nýkominn frá
Evrópu, sá á þessum stað, það hef ég sannarlega aldrei
fyrri séð. Kofar, negldir saman úr ryðguðum blikkdunk-
um og kassafjölum, og á milli kofanna fólk búið ræflum
og tötrum, og börn, uggvænlega mikið af börnum — ó-
hreinum, glötuðum. Og óþefurinn — honum er ekki unnt
að lýsa og Evrópu-mönnum er hann líka óskiljanlegur. Þeg-
ar ég kom þarna, þá vissi ég ekki strax hvort ég átti að
hlæja eða gráta. Margoft sneri ég mér í hring — ég var að
leita að einhverju í þessu hafi af neyð, eymd og óhreinind-
um, sem augu mín gætu hvílst við, einhverju skemmtilegu,
einhverju gleðilegu. En ég fann ekkert. Ég varð þreyttur
á leitinni og gafst upp, og allt í einu fór ég að skellihlæja.
Einhvernveginn varð ég að losa mig undan taugaáfallinu,
en hlátur minn hljómaði eins og vítishlátur, það hefði ver-