Víðförli - 01.11.1954, Page 66
64
VÍÐFÖRLI
legum aðgerðum, með fæði, fötum, húsnæði, menntun, rækt-
un o.s.frv. — ennþá, á meðan það er unnt, þá veit Evrópa
ekkert ráð annað en allsherjarráðið: Vígbúnað, Evrópuher,
morð, eyðileggingu!
Og í stað þess að gera yfirbót og snúa sér til Jesú Krists,
þá fellur Vesturlandabúinn fram fyrir sínum guði, fyrir
„ríkinu“ og þeim guði hlýðir hann alveg skilmálalaust. Því
að guðinn „ríki“ hann er með kristilega grímu og kristnir
menn veita því þessvegna ekki athygli að djöfullinn gægist
undan grímunni. Og ekki heyra þeir heldur óp bræðranna,
sem sviftir hafa verið rétti sínum, þeirra sem stynja og far-
ast undir hnútasvipum þeirra. Og þeir veita því ekki heldur
athygli, að á morgun verður þetta kvalaóp að herópi —
undir „rauðum fána“.
Framanrituð grein birtist í svissneska tímaritinu Neue Wege, janúarhefti
þessa árs. Hver höfundurinn er veit ég ekki, því undir greininni stendur
aðeins X.
Bjarnanesi 18. febr. 1954,
Eiríkur Helgason.