Víðförli - 01.11.1954, Page 67
EZRA PÉTURSSON, læknir:
Sameiginlegir þættir í starfi
presta og lækna
Upphaflega voru presturinn og læknirinn einn og sami
maðurinn.
Seiðmaðurinn, galdraþulurinn og særingamaðurinn voru
til forna víða um heim jafnframt skottulæknar og grasa-
læknar. Samgermanska orðið „læknir“ merkir einnig upp-
runalega særingamaður. Hofgoðarnir hér á landi feng-
ust oft til forna við lækningar, og má þar nefna sem dæmi
Snorra goða eftir Vigrafjarðarhardagann á elleftu öldinni.
A tólftu og þrettándu öld voru uppi þeir Þorvaldur prestur
Pálsson og Helgi prestur Skeljungsson að Hvoli í Dölum.
Þeir voru ágætir menn og hinir mestu læknar. Af seinni
tíma prestum, sem fengust við lækningar með góðum ár-
angri má nefna trúmanninn mikla séra Jón Steingrímsson,
sem frægastur er fyrir eldmessu þá er hann flutti að
Kirkjubæjarklaustri í Skaftáreldunum. Setti hann iðulega
saman beinbrot svo eitt sé nefnt, og þótti takast prýðilega.
Auk handlækningaaðgerða og sáralækninga höfðu þessir
menn um hönd ýmsar grasa- og dropalækningar, sem vafa-
samt verður að teljast að mikið lið hafi verið að. Hinsveg-
ar hafa þeir oft á tíðum með velvild sinni, vináttu og vilja
til þess að hjálpa og hughreysta þjáða menn, veitt þeim von
og traust einungis með nærveru sinni. Sú hjálp hefur verið
ómetanleg, og okkur er erfitt að gera okkur í hugarlund