Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 31
VALDESAKIRKJAN
29
djarfleg mótmæli við hertogann af Savoy. Sendiherrann
sagði við hertogann: „Ef allir Neróar fortíðar og framtíð-
ar gætu litið þetta blóðbað og þessa svívirðingu, mundu þeir
segja, að þeir hefðu aldrei séð neitt, nema það sem var
gott og mannúðlegt samanborið við þessar aðfarir.“ Fyrir
áhrif Cromwells lofaði hertoginn Valdesum griðum, sem
héldust þó skamma hríð, en aðgerðir Cromwells urðu þó til
að bjarga Valdesum frá algerri tortímingu, og er nafn hans
enn í dag þekkt og elskað meðal Valdesa. Cromwell gekkst
fyrir fjársöfnun til Valdesa, og skáldið Milton orti hið
þekkta kvæði sitt „Avenge, o Lord, the slaugther’d saints“,
í tilefni þessara blóðugu ofsókna, og átti það ekki hvað sízt
þátt í að vekja samúð með Valdesum.
Vert er að geta þess, að allir rómversk kaþólskir menn
stóðu ekki að ofsóknum þessum, en reyndust Valdesum
sannir vinir og hjálparhellur. Dimma vetrarnótt eina heyrði
Valdesaprestur í afskekktum fjalladal, að barið var að dyr-
um hans. Hann varð mjög undrandi, er hann lauk upp og
sá rómversk kaþólska prestinn úr nágrannaprestakallinu.
Valdesa-presturinn spurði hann höstum rómi, hvert erindi
hans væri. Rómverski presturinn bað um leyfi að fá að
koma stundarkorn inn fyrir, og það fékk hann. Skýrði hann
frá því, er hann hafði fullvissað sig um, að enginn heyrði
á mál þeirra, að flokkur herrianna væri nú á leið upp dal-
inn til að útrýma söfnuðinum og deyða sjálfan hann. Vald-
esapresturinn tók þéttingsfast í hönd hans, og þeir áttu
stutta bænastund saman, og svo var rómversk kaþólski
presturinn horfinn út í myrkrið. Valdesapresturinn hafði
tóm til að aðvara trúbræður sína, sem flýðu með þær eigur
sínar, sem þeir gátu tekið með sér, og komust þannig und-
an ofsækjendum sínum. Þessi rómversk kaþólski prestur er
sjálfsagt ekkert einsdæmi, þótt aðrir hafi orðið til að móta