Víðförli - 01.11.1954, Side 30
28
VÍÐFÖRLI
Valdesar höfðu átt við ofsóknir að stríða allt frá byrjun 13.
aldar, en vegna tengslanna við siðbótarmenn urðu þeir eins
og aðrir mótmælendur á Ítalíu og Frakklandi fyrir barðinu
á hinni blóðugu gagnsiðbót rómversk kaþólsku kirkjunnar.
A 16. öld réðu ýmsir furstar yfir Alpadölunum, er létu
grimmd sína bitna á hinum friðsömu dalbúum. Valdesar
héldu þó aðstöðu sinni í dölunum allt til 1655, en utan
þeirra var þeim að mestu útrvmt. Nú rann upp mesti þreng-
ingartími Valdesa. Jesúítar réru að því öllum árum, að haf-
in yrði allsherjar herför gegn Valdesum og þeim útrýmt.
Hertoginn af Savoy, sem þá réð þar ríkjum, gaf þá út fyr-
irskipun um aigera útrýming evangeliskrar trúar úr dölun-
um. Árið 1655 var Valdesum í nokkrum byggðarlögum
boðið að flytja til fjögurra nafngreindra bæja. Þeir hlýddu
skipun þessari, en báðu um, að hún yrði afturkölluð. Þessi
bón var skoðuð. sem óhlýðni, og her manns var sendur til
dalanna til að útrýma villutrúnni. Herforinginn reyndi að
bnga þá með brögðum og gat talið þá á að sýna drottinholl-
ustu sína með því að taka hermenn inn í byggðir sínar um
stuttan tíma. Tveir afburðamenn úr hópi Valdesa, Janavel
og Léger, sáu, að hér voru brögð í tafli en fengu ekkert að
gert. Hinir ólánsömu dalbúar urðu að taka hermenn inn á
heimiT sín, en laugardaginn fyrir páska, 24. aoríj 1655,
fóru hermennirnir að myrða gestgjafa sína. Á þeim pásk-
um, sem nefndir eru „hinir blóðugu páskar“ í sögu Val-
desa, voru hundruð varnarlausra Valdesa drepnir, þrátt
fvrir gefin grið. Janavel heppnaðist að flýja til fiallanna
ásamt fámennum hóp og tókst þeim að komast undan þrátt
fyrir ofurefli andstæðiníranna. Léuer flvði til Parísar og
sendi þaðan eldlegar hjálparbeiðnir til evangeliskra þjóða.
Fregnin um blóðbaðið í Ölpunum vakti fádæma hrylling
um alla Evrópu. Cromwell lét enska sendiherrann bera fram