Víðförli - 01.11.1954, Side 82
80
VÍÐFÖRLI
með eða móti. Þeir, sem tala í Biblíunni, standa augliti til
auglitis við Skapara sinn og Drottin, játa hann og boða, veg-
sama hann og tigna, lúta honum og treysta.
Þessi dæmi nægja til þess að benda á kjarnann í sköp-
unartrú Bihlíunnar. Nýja testamentið stendur á herðum
Gamla test. Þegar Jesús minnir á Skaparann, leiðir hann
ekki hugann að fjarlægri fortíð né upphafi heims, heldur
að yfirstandandi andrá. Og hann stafar ekki að neinni
fræðilegri setningu um tilkomu veraldar, heldur biður að
gefa gaum að því, sem Faðirinn himneski er að gera nú og
læra af því rétta afstöðu til lífsins (sjá Matt. 6,25—34).
Sköpunarsagan í 1. Mós. er, eins og fyrr segir, á sömu
trúarlegu bylgjulengd og þessir vitnisburðir. En hún er
öðruvísi að formi, og það hefur villt mörgum sýn. Auk þess
er hún upphaf Biblíunnar og það gefur þeirri skoðun undir
fótinn, að trúarbók kristinna manna hafi ekki neilt veru-
legt að segja um sköpunina annað en það, sem beinlínis og
við fliótan yfirlestur verður lesið út úr þessari sögu.
Annars má með ýmsu móti vega og meta þennan fvrsta
þátt Biblíunnar. Það má t.d. beita listrænu mati. A þann
mælikvarða gnæfir sköpunarsaga Biblíunnar langt yfir all-
ar finnanlegar hliðstæður. En út frá almennu, trúarsögulegu
mati verður hlutur hennar þó enn frábærari. Næst liggur
að sjálfsögðu að bera hana saman við hliðstæðar sögur
hinna fornu menningarþjóða í grennd ísraelsmanna. Þar
kemur einkum til greina sköpunarsaga Kaldea, en Kaldear
(Babýlóníumenn) voru náskyldir Hebreum og báru höfuð
og herðar yfir þá á öllum sviðum, nema í trúarlegri anda-
gift og þroska, þar stóðu þeir Hebreum langt að baki, og
sama má hiklaust segja um allar fornþjóðir, að Hellenum
meðtöldum.
Sköpunarsaga Kaldea er stórfengleg á sinn hátt og hún