Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 43
SIGURBJÖRN EINARSSON:
Skálholt á tímamótum
(Framsöguræða á fundi Prestafélags Suðurlands í Skálholti 30. ágúst 1954).
Vér erum að lifa tímamót í sögu þess staðar, sem vér
erum staddir á. Það, sem gerzt hefur á þessu sumri liér, er
áþreifanlegur fyrirboði nýs tímabils og annað fleira bendir
í sömu átt. Harmsagan, sem hófst í skugga Móðuharðinda
og allsherjar óáranar í landi og lýð og hefur síðan aukizt
einum kafla af öðrum, öllum jafnfagnaðarlausum, er runn-
in að lyktum. Nú skiptir þáttum og nýtt tekur við.
En hvað tekur við?
Þegar kirkja lands vors lifði það, að þessi höfuðstaður
hennar hvarf út úr lifandi sögu þjóðarinnar og gerðist
ímynd smæðar og örbirgðar, þá var það henni ekki sjálf-
rátt nema að litlu leyti. Nú er hún sjálfráð gjörða sinna, a.
m.k. er við innlenda aðila eina að eiga og kynslóð þessara
tímamóta er í veraldarefnum hossbarn hamingjunnar fram-
ar flestum öðrum, sem þetta land hafa byggt . Þegar spurt
er: Hvað tekur nú við? eru það ekki óræð örlög, sem
skyggnzt er til. Vér skyggnumst í eigin barm. Spurningin
þýðir: Hvað ætlumst vér fyrir, hvaða hugsýnir ber fyrir
oss, hvað viljum vér?
Þessi spurning er ekki vakin í barmi vor sjálfra. Hún
bergmálar þar. Augu sögunnar hvíla á oss, raddir kynslóða
óma í eyrum, fótatak aldanna bergmálar í huga. Allt þetta
spyr og krefst andsvara.
En hér er ekki fortíðin ein nærgöngul. Framtíðin er það