Víðförli - 01.11.1954, Page 65
RÖDD FRÁ ALSÍR
63
Vesturlöndum, þegar hann er spurður um bræður hans og
systur, þau sem farast í þessum óhreinindum og þessari
neyð, sem hann á sökina á? Og hverju svarar hann, þegar
hann er spurður að því hvernig hann hafi ráðstafað pund-
unum sem honum voru í hendur fengin — hvernig hann
hafi ráðstafað auðæfum sínum, þeirri miklu blessun sem
hann hlaut?
Og hverju svarar þú þessu — Vesturlandabúi, kristinn
maður?
Fyrir löngu eru þessi Vesturlönd hætt að vera kristin,
og fyrir löngu eru þau hætt að trúa á Jesú Krist. En þau
hara gert sér sín eigin skurðgoð og hjáguði. Og þessi skurð-
goð og hjáguðir eru ríkið, fjármunirnir, föðurlandið, fán-
inn, heiðurinn o.s.frv.
Og hvað er það svo sem þessi kristilegasta heimsálfa hef-
ur gert úr kenningum Jesú Krists? Jú, hún hefur gert úr
þeim hávaða með miklu glingri og glysi — frelsisbréf fyr-
ir stærstu höfuðglæpina, sem sé fjöldamorð og eyðilegg-
ingu sem ríkið stendur fyrir — líftryggingu „hvernig sem
fer“ fyrir þá sem hræddir eru — trúarleg þægindi fvrir þá
ríku — borgaralegan skemmtiklúbb — stirðnaða líflausa
erfðavenju — kosningaslagorð fyrir ókristilegustu flokk-
ana — o.s.frv.
Og vegna afleiðinganna af þessu fráhvarfi frá Guði,
vegna afleiðinganna af kærleiksleysi Vesturlandabúa, vegna
tortímingaræðis þeirra, vegna ofmetnaðar þeirra, vegna
lastafullra synda þeirra, þá eru þeir nú komnir á heljar-
þröm, þeir hafa refsidóm Guðs fyrir augunum, og þeir
stara nú í brjáluðum ótta í austur, á bolsévismann sem er
barn Evrópu, ávöxtur hinna „kristnu“ Vesturlanda. Og í
stað þess að berjast gegn kommúnismanum meðal nvlendu-
þjóðanna og í þeim löndum, sem lágþróuð eru, með félags-
/