Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 99
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
97
guðir. Ég get talað að mestu gagni um það fólk, þá erfi-
kenningu og skilning á fagnaðarerindinu, sem mér er kunn-
ugastur. — Aðstæður þær, sem vér höfum búið við, valda
því, að hin kristna von beinist einkum að lífinu í dag. Guð-
fræðin hefur síður fengizt við Biblíu og erfikenningar,
heldur reynt að bæta úr óréttlæti á þjóðfélagslegu og stjórn-
málalegu sviði. En þessi guðfræði gleymir hvorki dóminum
né hinu eilífa lífi, en aðaltraust hennar hefur verið á Guðs
náð frá degi til dags, og hún hefur lagt áherzlu á skyldu
hvers kristins manns til að lifa sem einlægur fylgjandi Jesú
Krists. Svo langt sem þetta nær, er þetta kristin kenning, en
vér verðum að varast að blanda saman lífsháttum vorum
og Guðs vilja. Einnig verður að varast að líta á Guð sem
tryggingu fyrir því, að framkvæmd áhugamála vorra takist.
Guðs vegir eru ekki vorir vegir og hans hugsanir ekki vor-
ar hugsanir. Nvorðnir atburðir ættu að minna oss á, að það
eru engin merki þess, að saga þessa heims hafi hreinsazt af
hinu illa og nálgist óðum fullkomnun. Þvert á móti, sér-
hver nýr áfangi felur í sér nýja hættu og nýja mynd spill-
igar. En minnumst þess, að endir allra hluta er í Guðs hendi.
Prófessor Sehlink hóf mál sitt á því að rekja boðskap
Nýja testamentisins um endalok heimsins og þær þrenging-
ar, sem undan fari. Og hvar sem talað sé um Krist sem von
heimsins, þá sé ávallt jafnframt talað um endalok heimsins.
Heimurinn reynir að verja sjálfan sig með vonum um
ódauðleika, en samt er það augljóst, að menn nútímans eru
hræddir um, að mannkynið sé dauðadæmt. Otti nútíma-
mannsins er ótti við menn, sem kunna að misnota vald sitt.
Aftur á móti talar Nýja testamentið um, að það sé Guð, sem
standi á bak við endalok heimsins. Þau eru dagur dóms
G”ðs, og þar er það Kristur, sem dæmir. Hvernig þorum
við þá að tala um Krist sem von heimsins? Von bundin við