Víðförli - 01.11.1954, Side 81
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
79
eilífur Guð, sem skapað hefur endimörk jarðarinnar. Hann
þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.
Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum
þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast og æskumenn
hníga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft . . .“
Víðsvegar um allt Gamla testamentið eru sams konar
skírskotanir til Skaparans, en ævinlega sem boðskapur —
ekki kenningar um uppruna heimsins út af fyrir sig, heldur
boðskapur um mátt og gæzku hins eina Guðs, sem mannin-
um ber að lúta og treysta. Fjölmörg slík ummæli eru í
Davíðssálmum til og frá: „Eg hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hiálp? Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar“ (121). „Drottinn blessi þiíí frá
Sion, hann, sem gjörði himinn og jörð“ (134,3). „Drott-
inn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Aður
en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá
eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð“ (90). „Mun sá eigi
heyra, sem eyrað hefur plantað, mun sá eigi sjá, sem
augað hefur til búið“ (94,9). „Drottinn styður aFa bá, er
ætla að hníga og reisir upp alla niðurbevgða. Allra augu
vora á þig og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, þú
1 'kur upp hendi þinni og seður allt, sem lifir, með blessun“
(145, 14—16).
Það mætti fjölga slíkum dæmum að mun (sjá t.d. 139.
sálminn áður nefnda). Fyrir utan Jesaia eru sterkustu vitn-
isburðir Gamla testamentisins um sköpunina í Sálmunum,
m.ö.o. endurómar tilbeiðslunnar. Vér kynnumst engum í
Gamla test., sem eru að velta fyrir sér spurningum varð-
andi uppruna alheimsins eða setja fram tilgátur um eðlis-
þróun náttúrunnar og það er því ófyrirsynju, er höfundar
þess eru kvaddir til vitnis um slíkar tilgátur, hvort sem er