Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 104
102
VÍÐFÖRLI
byggingunum. Til grundvallar umræðunum var lögð skýrsla,
sem fjölmenn nefnd hefur unnið að af mikilli alúð undan-
farin ár. Hanns Lilje, biskup af Hannover, Þýzkalandi, og
forseti Alheimssambands lútherskra kirkna, var kjörinn
formaður þeirrar nefndar þingsins, er fjallaði um þessa
skýrslu sérstaklega og skipuð var fundarstjórum umræðu-
hópanna. Hann er viðurkenndur góður guðfræðingur og
leiðtogi kirkju sinnar. Skrifaði hann, er honum var haldið
í fangabúðum Nazista á stríðsárunum, þekkta bók um Mar-
tein Lúther. Þessi nefnd átti að draga saman niðurstöður
umræðna í þessum 15 hópum. Umræður urðu mjög fjörug-
ar, og komu fram mörg og ólík sjónarmið. Ekki var rætt um
það, hvort Kristur væri von heimsins, heldur á hvern hátt
hann væri það. Mönnum var ljóst í upphafi, að ekki yrði
betur gert á einni viku heldur en undirbúningsnefndinni
hefði tekizt að gera á mörgum árum. Talsverðum erfiðleik-
um olli það, hve menn notuðu sama orðið í mörgum og ólík-
um merkirgum. Lögðu menn til dæmis margs konar merk-
ingu í orðið von. Menn urðu því í upphafi að gera sér ljós-
ar sínar eigin skoðanir svo og annarra og síðan mismun
þeirra til þess að hafa grundvöll fyrir frekari umræður.
Margar athugasemdir voru gerðar við skýrslu undirbúnings-
nefndar, sem ræddi þær og samdi úr þeim viðbótarskýrslu.
Er henni ætlað að vera fylgiskjal meginskýrslunnar, sem
send verður öllum kirkjunum.
Hanns Lilje flutti fyrir hönd nefndar sinnar yfirlit yfir
umræðurnar og segir þar meðal annars, að það sé mjög
merkur atburður, að svo margir guðfræðingar frá svo ólík-
um kirkjum og löndum hafi náð slíkri einingu, sem skýrsla
undirbúningsnefndar beri vitni um. Umræðurnar í hópunum
hefðu þrátt fyrir þessa einingu samt sem áður sýnt eins og
við var að búast, að enn eru uppi mjög ólík sjónarmið á