Víðförli - 01.11.1954, Síða 15
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
13
arerindisins um fyrirgefandi náð Guðs. Viðurkenning per-
sónulegrar hlutdeildar í þeirri sekt er skilyrði þess, að það
geti oröið einstaklingnum nákomið, persónulegt erindi. Um
þetta eru Passíusálmarnir órækt vitni.
En fjarri fer því, að hér sé bent á þau rök krossdauðans,
sem mestu varða og þyngst eru á metum hjá höfundum Nýja
testamentisins. Jesús varð að berjast til valda. Hann varð að
stríða og líða með syndurum og fyrir þá til þess að geta til-
einkað þeim það umboð, sem hann kom með frá föður sín-
um. Hann varð að ryðja Guðs náð nýjan farveg, ef svo mætti
að orði kveða, brjóta kærleika Guðs braut til jarðar, inn í
mannlífið. Hann hlaut að taka á sig þjóns mynd og gerast
syndurum líkur. Hann varð að þreyta stríð kærleikans við
mannlegan kulda, blindni, sinnuleysi, þverúð, hroka, já, við
„höfðingja heimsins“, „vald myrkursins“, „hinn sterka“, er
hann svipti hertýgjum og herfangi (Lúk. 11,22). I þessu
stríði lagði hann lífið að veði, fórnaði því. Hann gekk þess
ekki dulinn, að krossdauðinn var krafa þeirrar köllunar,
sem hann hafði gengizt undir, hann var úrslitalóð á metum
þeirra átaka, sem hann háði í umboði Guðs um manninn og
fyrir hann. Krossfestur og upprisinn gat hann fyrst sagt:
Mér er gefið allt vald á himni og jörðu, farið því og gjörið
allar þjóðirnar að lærisveinum. Þennan vitnisburð guð-
spjallanna túlkar Páll í hinum þungvægu ummælum Fil-
ippibréfsins: Hann varð hlýðinn allt fram í dauða, já, fram
í dauða á krossi. Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann
og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess
að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig.
Kenningum guðfræðinga um friðþæginguna eða útlistun-
um þeirra á henni hefur um alllangt skeið verið skipt í tvo
höí’uð'lokka og hafa menn síðan verið dregnir sundur eft-
ir því, hvort markið þeir þóttu bera. Onnur kenningin hefur