Víðförli - 01.11.1954, Page 71
SAMEIGINLEGIR ÞÆTTIR I STARFI PRESTA OG LÆKNA
69
samt ekki mikilli ást til að dreifa. Oft stafar þessi kærleiks-
skcrtur þeirra af vöntun á umhirðu, umburðarlyndi og ást-
úð á bernsku- og uppvaxtarárum þeirra. Þeir hafa ekki
verið elskaðir að fyrra bragði, og enginn getur elskað vel,
sem ekki hefur verið elskaður að fyrrabragði. Skortur ást-
ar í hinni víðtæku merkingu, umhirðu, hæfilegs aga og
skynsamlegrar ástúðar á æskuárunum getur stafað af marg-
víslegum orsökum. Því getur valdið sjúkdómar eða dauði
annars eða beggja foreldranna, fjarvera eða skilnaður,
drykkjuskapur, of strangt uppeldi eða skeytingarleysi,
hirðuleysi o.s.frv. Verkefni núverandi og komandi kynslóða
er það að uppræta sem flestar af þessum orsökum. Einnig
hefur oft tekist að bæta mönnum upp þennan skort síðar í
lífinu, þó að margir bíði þess ekki fyllilega bætur. Prestar
og læknar og margir aðrir hafa fengið það góða hlutskipti
að benda á, að Hann elskaði oss að fyrrabragði, eins og
stendur í Jóhannesar bréfi.
Ast sína hefur skaparinn veitt þeim í gegnum ættingja
þeirra og vini. Það er því hlutskipti þessara kærleiksríku
manna að veita hinum þjáðu meðbræðrum sínum þann
skilning, velvild og umburðarlyndi, sem þá hefur skort
mest, og hjálpa þeim og liðsinna. Skiptir þar engu máli á
hvaða hátt fátækt þeirra birtist. Siðferðileg, tilfinningaleg,
gáfnafarsleg og veraldleg fátækt, allt hefur sínar orsakir.
Það er ekki okkar að dæma, heldur að reyna að hjálpa.