Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 64
62
VÍÐFÖRLI
Þeir þekkja Evrópumenn sem miskunnarlausa, grimma
húsbændur. Og að við svo vinnum hér kauplaust, að við
verðum meira að segja að borga fargjöldin hingað — nei,
það er enn einn misheppnaði brandarinn.
Það er óendanlega örðugt að komast í snertingu við fólk-
ið hér. Við og við finnur maður þó, að þessi barátta sem
leikmannaþjónustan hefur átt hér í árum saman, á þessu
eymdasvæði, hún ber sína ávexti og er, að minnsta kosti
að nokkru leyti, viðurkennd af heimamönnum. En hvað
steðar þessi hégómlega litla vinna okkar, gagnvart þeirri
hyldjúpu neyð, serr virðist ætla að steypa sér yfir okkur,
já og sem einnig ógnar Evrópu líkt og um hættulega púð-
urtunnu væri að ræða.
Það ber ískyggilega oft við að hamar og sigð er teiknað
á veggina. Og hverju svarar svo Evrópa þessari vaxandi
þjóðerniskennd nýlenduþjóðanna, hverju svarar hún bolsé-
vismanum, sem þrífst hér eins vel og ilfvresi á haugi. Ef
til vill verður svarið ný dýrsleg fjöldamnrðtæki? En þegar
leyst verður úr læðingi þetta afl, þegar fram brýzt sú ofsa-
lega reiði, sem hlaðist hefur upp við áratuga áþján, þá er
orðið ,,vei“ það eina sem við á, bví þá verður ekkert til sem
getur stöðvað það, sem fram brýzt.
Hvað er það, sem hin ,,kristnu“ Vesturlönd hafa afrek-
að með þeirri blessun, sem þau hafa hlotið fyrir þekkingu
og framfarir á sviði tækni, vísinda, hollustuhátta o.s.frv.?
Hvernig hefur Evrópa varið auði sínum og gróða? Hún
hefur efnt til styrjalda, hún hefur fundið upp snilldar-
legustu morðverkfæri, hún hefur skemmt og eyðilagt, myrt
og rænt og stolið — í stórum stíl. Og sjálf hefur hún í of-
metnaði sínum eyðilagt og skemmt sín eigin auðæfi, og það
sem til gagns mátti verða.
Og hverju svarar svo kristinn maður í þessum „kristnu“