Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 29
VALDES AKIRKJ AN
27
þeir nota í sérstökum tilgangi. í öðrum leyna þeir kvik-
fénu en í hinum dyljast þeir sjálfir, þegar óvinir þeirra eru
á hnotskóg eftir þeim. Þeir liia á mjoik og villibráö og eru
ágætir solumenn. Lifa jafnan í einangrun, eru fátækir, en
ánægoir með kjör sín. f'urðu gegnir, að menn, sem aö ytra
hætti eru svo grófir og ruddalegir, skuli eiga svo mikla
siögæðismenningu. Aliir kunna þeir að lesa og skrifa. Þeir
skilja frönsku að því er tekur til Biblíunnar og sálmanna,
og vart er hægt að finna dreng á meðal þeirra, sem getur
ekki gert skynsamlega grein fyrir þeirri trú, sem þeir játa.
Þeir gjalda samvizkusamlega skatt, og sú skyldukvöð er
sérstaklega tekin fram í trúarjátningu þeirra. Geti þeir ekki
goldið skatta sína vegna borgarastríðs, þá setja þeir rétta
upphæð til hliðar og fá hana í hendur skattheimtumanni
konungsins við fyrsta tækifæri.44
III.
Þá skall bylgja siðbótarinnar á, og flæddi hún yfir mik-
inn hluta Evrópu. Markaði hún tímamót í sögu Valdesa-
kirkjunnar. Stóðu þeir einkum í nánu sambandi við siðbót-
armenn í hinum frönskumælandi heimi, sem höfðu höfuð-
stoðvar í Genf í Sviss. Gallinn var aðeins sá, að sú siðbót,
sem þeir komust í tæri við, var ekki lúthersk, heldur kal-
vínsk, enda var leiðin stutt frá dölum Valdesa yfir til Gen-
far, þar sem Kalvín hafði forystu á hendi. A kirkjuþingi
franskra og ítalskra Valdesa árið 1532, sem svissneskir sið-
bótarmenn sóttu, var ákveðið að þýða Biblíuna á frönsku,
en hinir fátæku íbúar dalanna stóðu straum af kostnaði við
þýðinguna. Frá þeim tíma varð franskan jafnrétthá ítölsk-
unni. Ahrif franskra siðbótarfrömuða, franskrar Biblíu og
menntunar prestanna í franska hluta Sviss veitli frönskunni
þennan veglega sess, sem haldizt hefur fram á vora daga.