Víðförli - 01.11.1954, Page 4
2
VÍÐFÖRLI
óhætt: Pílatus fær ákúrur fyrir óvarlega meðferð sakargift-
arinnar. Og fáryrðin, sem yfir hann dynja, þegar hann
heyr dauðastríðið, eru vitni um vanmátt. Ögranir þeirra,
að hann skyldi bjarga sér, stíga niður af krossinum, ef hann
gæti, eru grátt gaman, en því fylgdi alvara, þótt þeim væri
það ekki ljóst sjálfum. Undir niðri leyndist óttinn um það
til síðustu stundar, að taflið kynni að snúast við.
Ó, hvað þeim létti, þegar spjótinu hafði verið lagt í síðu
hans og ekki var lengur um að villast, að hann væri dáinn!
En einn vissi úrslitin fyrir, hafði vitað þau fyrir, þegar
hann lagði af stað úr átthögum sínum til höfuðborgarinnar
í þetta sinn, og lengur raunar, sá, sem tapaði, Jesús.
Var það ekki af því, að hann hafði loksins séð, að hann
fór villt? Rann það ekki um síðir upp fyrir honum, að hann
hafði haslað sér vonlausa vígstöðu?'Var þögn hans í rétt-
arhöldunum nokkuð annað en hin alge’-a uppgjöf manns,
sem er ekki aðeins ofurliði borinn hið ytra, neldur yfir-
bugaður hið innra, sjálfur uppgefinn?
Skiptir annars þessi spurning nokkru máli? Varða þessi
úrslit, sem binda endi á ágreining fáeinna Gyðinga fyrir
nítján öldum, nokkurt lifandi mannsbarn í heimi dagsins,
stórum og stórviðburðaríkum, sem er að sligast undir að-
kallandi iirlausnarefnum?
Það veltur á því, hverjir hér áttust við, um hvað var bar-
izt og hvernig málalokum er háttað á innra horð. Það gæti
hugsazt, að hér hafi verið teflt um mál, sem komi mér og
þér meira við en allt annað, þótt langt sé um liðið.
!
II.
Ójafn var leikurinn, en tilefni þessara átaka var líka
óvenjulegt. Andstæðingar Jesú hafa frumkvæði í loka-
þætti, en þangað til er það Jesús, sem hefur frumkvæðið