Víðförli - 01.11.1954, Side 25
MAGNÚS GUÐMUNDSSON, SETBERGI:
V aldesakirkj an
(Erindi flutt í Akranesskirkju 4. september 1954)
I.
Oss, sem hér söfnumst saman í þessu hlýlega guðshúsi í
dag, finnst það sjálfsagt, að vér njótum fullkomins frelsis
til allra kirkjulegra athafna og þá einnig til guðsþjónustu-
gerðar, til þess að dýrkajmnn Guð, sem vér trúum á. En
er oss það ljóst, að margir njóta ekki og hafa ekki notið
þessa frjálsræðis, sem vér teljum svo sjálfsagðan hlut? Já,
frelsi það og friður, sem vér eigum við að búa í þessum
efnum, var aðeins órafjarlægur draumur, sem meðlimir
píslarvottakirknanna vissu ekki, hvort nokkru sinni mundi
rætast. Stundum hafa kristnir menn bókstaflega orðið að
hverfa undir jörðina til þess að forðast hina andkristnu of-
sækjendur, sem réðu ríkjum á yfirborði jarðar, gráir fyrir
járnum. Víða í löndum kommúnista sætir kirkjan enn í dag
andspyrnu og jafnvel ofsóknum. En það er ekki aðeins þar,
sem trúfrelsi er fótum troðið, heldur er sömu sögu að segja
í mörgum rómversk-kaþólskum löndum, þar sem hið vold-
uga klerkaveldi rómversk-kaþólsku kirkjunnar hefur sett
margs konar tálmanir í veg evangeliskra trúbræðra og jafn-
vel hafið ofsóknir á hendur þeim, til að hindra eða reyna
að koma með öllu í veg fyrir starf þeirra. Hér er hverjum
manni frjálst að þjóna Guði sínum á þann veg, sera hann
telur réttast. Þannig er yfirleitt skoðun manna á trúfrelsi í