Víðförli - 01.11.1954, Page 106
104
VÍÐFÖRLI
alheimssamfélagi. — Leikmennirnir, köllun hins kristna
manns í daglegu starfi. — Heitin gefa greinilega til kynna,
um hvað rætt var. Mörg athyglisverð erindi voru haldin um
þessi efni. Umræður urðu fjörugar og lærdómsríkar. Þarna
gafst mönnum tækifæri til að heyra, hvernig aðrar þjóðir
og kirkjur snúast við alls konar vandamálum þjóðlífsins í
dag. Það, sem sagt var, rúmast ekki hér, en geta má þess,
að fram kom vaxandi áherzla á ábyrgð og mikilvægi leik-
mannastarfsins í kirkjunni. Greinargerð var samin um
hvert efni fyrir sig.
I boðskap þeim, sem þingið gaf út og fer hér á eftir, má
finna enduróma af niðurstöðum umræðna þingsins um þessi
efni. Einnig mætti geta margra, sem lögðu drjúgan skerf til
málanna, bæði Indverja og Afríkumanna og fleiri, en elcki
er rúm til þess hér.
Síðustu daga þingsins voru nær eingöngu allsherjarfund-
ir, þar sem skýrslur voru lagðar fram til lokaumræðu og
síðan samþykktar.
Meðan á þinginu stóð, héldu ýmsar kirkjudeildir guðs-
þjónustur og altarisgöngur fyrir sína fulltrúa, og flestar
voru þær opnar þeim, sem vildu, en enginn sameiginleg
altarisganga allra kirkjudeilda var haldin. Þarna gafst
mönnum tækifæri til að kynnast helgisiðum annarra kirkna.
Ymsar kirkjudeildir héldu sérfundi meðan á þinginu stóð og
ræddu t.d. um afstöðu þeirra sem heildar til ýmissa mála,
sem snertu þingið.
Þá má geta þess, að áheyrnarfulltrúarnir höfðu sína eig-
in dagskrá með eigin ræðumönnum og sumum öðrum heldur
en þeim, sem hinum opinberu fulltrúum gafst tækifæri á
að heyra.
Meðal gesta, sem heimsóttu þingið og ávörpuðu það, má
nefna Dag Hammerskjöld, framkvæmdarstjóra Sameinuðu