Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 107
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
105
þjóðanna, sem hvatti til aukinnar samvinnu kirkjunnar og
Sameinuðu þjóðanna, og Eisenhower, forseta Bandaríkj-
anna, sem sagði meðal annars: „Látum kirkjuna tala til
heimsins í dag á sama hátt og spámennirnir fyrrum töluðu
til sinnar samtíðar, og heimurinn mun hlusta.“
Sunnudagskvöldið 22. ágúst voru í McGaw Hall saman
komnar um það bil 10 þúsundir manna til að vera viðstadd-
ar dagskrá, sem nefndist „Við Babýlonsfljót“. Hún var
haldin á vegum deildar Ráðsins, sem fjallar um flótta-
mannahiálp. Sviðið var þakið bláu klæði. Hópur manna í
gráum fötum birtist á sviðinu. Hann táknaði nauðstadda
menn víða um heim. — „Ég er frá Indlandi“, segir einn,
„ég dey áður en ég verð þrítugur, segja skýrslurnar.“
— ,.Eg er frá Grikklandi, heimili mitt eyðilagðist í jarð-
skjálftum,“ segir annar. — „Ég er frá Austur-Þvzka-
landi, maðurinn minn er í fangabúðum.“ — „Ég er frá
Indónesíu ....“. — „Ég er frá Kóreu ....“. — „Ég er
frá Austurríki ....“. — „Ég er frá Hong Kong ....“.
HLómlist, orð og hreyfingar gerðu tölur að lifandi kalli til
þeirra, sem á hlustuðu. Þarna voru líðandi karlar og kon-
ur að kalla á hjálp. Éólkið á sviðinu settist niður á bakka
fljótanna og þeir, sem verið höfðu vottar að neyðinni í
ýmsum löndum heims gengu fram. I skæru ljósi ljóskastar-
ans stóð dr. K. C. Han frá Kóreu og greindi frá þjáningu
og neyð sundraðrar þjóðar. Otto Dibelíus, biskup í Aust-
ur-Berlín, dró upp myndir af neyð þióðar sinnar. — Dr.
Edgar Shandler, sem veitir forstöðu hjálparstarfsemi Al-
heimsráðs kirkna fyrir flóttamenn, tók áheyrendur með sér
í stutt ferðalag um heiminn. Sagði hann frá því. að 43 lönd-
um væri veitt aðstoð við lausn flóttamannavandamálanna. í
Hong Kong sagði hann búa í pappírshúsum og hellum
250.000 Kínverja, enn fremur væru þar 15.000 Evrópu-