Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 63
RÖDD FRÁ ALSÍR
61
Og svo er hér hjúkrunarkona, sem sér um sjúkrastofuna
'okkar. Þ.e.a.s. það var upphaflega svo að þessi sjúkrastofa
var á vegum leikmannaþjónustunnar, en nú hefur sveitar-
st'órnin tekið við henni, sökum þess að leikmannaþjónustan
hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda henni uppi. —
Einnig hér eru allar hillur úr kassafjölum.
Ég dáist að þessum þrem, kennslukonum báðum og hjúkr-
unarkonunni, hvernig þær vinna staðfastlega sín verk, í
þessum óhreinindum og á allan hátt við hin örðugustu og
viðbióðslegustu skilyrði — og hljóta fyrir þau hungurlaun
að illa hrekkur til að draga fram lífið — vikum saman,
mánuðum saman, árum saman. Þetta eru hetjur, sem aldrei
verður getið í neinni sögu, sem engin minnismerki verða
reist. En þó hljóta þær það sem meira er um vert en þakk-
1‘T'ti einhvers föðurlands. Þær sigra mannleg hjörtu og þær
uppskera margt þakklátt augnatillit og margt þakklátt bros.
Og þetta er meira um vert en allar orður og heiðursmerki
frá öllum föðurlöndum samanlagt.
Þegar við eigum tal við heimamenn, þá er venjuleg-
ast spurt um það kaup sem við fáum. Og þegar við segj-
um frá því að við séum hér sjálfboðaliðar, og fáum
ekki annað kaup en fæðið, þá hrista þeir höfuðið vantrú-
aðir. Nei, þessu geta þeir ekki trúað, þeir geta ekki trúað
Evróoumönnum til svo mikillar mannúðar, því að þeir
þekkja Evrópumenn sem stórjarðeigendur, sem greiða sult-
arlaun fyrir vinnuna. Þeir þekkja Evrópumenn sem verk-
smiðjueigendur, kaupsýslumenn, kapítalista. Þeir þekkja
Evrópumanninn sem áleitinn aðkomumann, sem stolið hef-
ur landi þeirra og vill nú þröngva þeim til að taka nýja
trú. Þessi Guð kærleikans, boðaður af Evrópumönnum,
hann er þeim ekki annað en misheppnaður brandari. Þeir
þekkja Evrópumenn frá óteljandi grimmum styrjöldum.