Víðförli - 01.11.1954, Side 108
106
VÍÐFÖRLI
manna, einkum landflótta Rússar frá dögum byltingarinn-
ar. 2.500 þeirra hefur verið hjálpað um samastað í öðrum
löndum. í Triest væru 4.000 flóttamenn. Hefur Ráðið gef-
ið þeim fæði, klæði og uppfræðslu, en hvert á að senda þá?
En meðal þeirra manna, sem minnsta möguleika hafa til
þess að fara til annarra landa eru 900-000 Araba, sém urðu
að yfirgefa heimili sín í Palestínu. Það verður að hjálpa
þeim, þar sem þeir eru. Með orðunum „Viljið þið hjálpa
þeim?“ lauk dr. Chandler máli sínu.
Þá má geta þess að nýir forsetar voru tilnefndir. Við til-
nefninguna varð nokkur ágreiningur. I fyrsta lagi var bor-
in upp tillaga um, að skipta verði um alla eða helming for-
seta að hverju kjörtímabili loknu, en hún var felld eftir
mjög athyglisverðar umræður.
I cðru lagi var reynt að fá leikmann í hóp forseta. Það
gat ekki orðið, því að tala forseta var þá þegar fullskipuð.
Síðustu daga þingsins var eins og fyrr segir unnið að því
að reka smiðshöggið á og samþykkja ýmsar skýrslur starfs-
nefnda. Erkibiskupinn af Kantaraborg, maðurinn, sem
krýndi Elísabetu II. Englandsdrottningu, stjórnaði sumum
fundanna, og kom þar skýrt fram röggsemi og atorka þessa
valdamikla manns.
Áður en þinginu lauk, bar Berggrav biskup fram breyt-
ingatillögu á grundvallarlögum Ráðsins. Hljóðaði hún eitt-
hvað á þessa leið: „Alheimsráð kirkna er félagsskapur
kirkna, sem samkvæmt Heilagri ritningu játar Jesúm Krist
sem Guð og frelsara“. Hafa margar kirkjur og kirkjucfeild-
ir hikað við að ganga í Ráðið, vegna þess að þeim hefur
fundizt of laust ákveðið um grundvöll þess. Samþykkt var
að taka tillöguna til athugunar til næsta þings Ráðsins, en
það verður ekki fyrr en eftir 6 ár.
Þinginu lauk að morgni 31. ágúst. Berggrav biskup pré-