Víðförli - 01.11.1954, Page 34
32
VÍÐFÖRLI
kallaðir til mikils og göfugs hlutverks fyrir kirkju Krists
á Italíu. Helgaði hann þeim síðan auð og krafta sína, og
með aðstoð hans elfdist Valdesakirkjan eftir niðurlæginga-
tíma hinna myrku ára. Skólar voru byggðir og barnafræðsl-
unni komið í viðunandi horf. Æðri skólar voru einnig
stofnsettir, og loks auðnaðist Valdesum að koma á fót eig-
in prestaskóla árið 1854 eða fyrir réttum 100 árum, og
þurftu þá prestsefni þeirra ekki lengur að leita til erlendra
menntastofnana. Skömmu áður, eða 17. febrúar 1848, veitti
konungleg tilskipun öllum Valdesum fullkomið trúfrelsi og
borgaraleg réttindi til jafns við aðra íbúa konungsríkisins
Sardíníu. Hófust þá Valdesar handa um útbreiðslu evan-
geliskrar trúar á Ítalíu, en varð í fyrstu mjög lítt ágengt.
Fljótlega heppnaðist þeim samt sem áður að byggja kirkju
í höfuðborg Sardíníuríkis, Torínó á Norður-Ítalíu, og stend-
ur sú kirkja enn í dag. Yfir dyrum hennar standa þessi orð,
sem Beckwith valdi: „Nemið staðar við veginn og litist um
og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og
farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ (Jer. 6:16)
Utbreiðslustarf Valdesa til eflingar evangeliskri trú á
Italíu hófst fyrst fyrir alvöru, er Italía var sameinuð í eitt
ríki árið 1870 og Róm gjörð að höfuðborg ríkisins. Prest-
ar Valdesa fylgdu í kjölfar hersins inn í Róm og prédikuðu
með Biblíuna milli handanna eins og Pétur Valdes forðum.
Starfið hefur ávallt sótzt heldur seint, enda við volduga
andstæðinga að etja, sem á allan hátt hafa reynt að setja
þeim skorður. Hvað megnar svo fámenn kirkja gegn hinni
voldugu rómversk kaþólsku kirkju? Það er í Guðs hendi.
Víst er um það, að Valdesar hafa hlutverk að vinna meðal
þjóðar, sem siðbótin hafði svo lítil áhrif á. Þeir hafa áreið-
anlega ekki til einskis lifað af um 700 ára ofsóknir. Orð
Drottins hefur lýst þeim í myrkrinu og er enn lampi fóta