Víðförli - 01.11.1954, Síða 34

Víðförli - 01.11.1954, Síða 34
32 VÍÐFÖRLI kallaðir til mikils og göfugs hlutverks fyrir kirkju Krists á Italíu. Helgaði hann þeim síðan auð og krafta sína, og með aðstoð hans elfdist Valdesakirkjan eftir niðurlæginga- tíma hinna myrku ára. Skólar voru byggðir og barnafræðsl- unni komið í viðunandi horf. Æðri skólar voru einnig stofnsettir, og loks auðnaðist Valdesum að koma á fót eig- in prestaskóla árið 1854 eða fyrir réttum 100 árum, og þurftu þá prestsefni þeirra ekki lengur að leita til erlendra menntastofnana. Skömmu áður, eða 17. febrúar 1848, veitti konungleg tilskipun öllum Valdesum fullkomið trúfrelsi og borgaraleg réttindi til jafns við aðra íbúa konungsríkisins Sardíníu. Hófust þá Valdesar handa um útbreiðslu evan- geliskrar trúar á Ítalíu, en varð í fyrstu mjög lítt ágengt. Fljótlega heppnaðist þeim samt sem áður að byggja kirkju í höfuðborg Sardíníuríkis, Torínó á Norður-Ítalíu, og stend- ur sú kirkja enn í dag. Yfir dyrum hennar standa þessi orð, sem Beckwith valdi: „Nemið staðar við veginn og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ (Jer. 6:16) Utbreiðslustarf Valdesa til eflingar evangeliskri trú á Italíu hófst fyrst fyrir alvöru, er Italía var sameinuð í eitt ríki árið 1870 og Róm gjörð að höfuðborg ríkisins. Prest- ar Valdesa fylgdu í kjölfar hersins inn í Róm og prédikuðu með Biblíuna milli handanna eins og Pétur Valdes forðum. Starfið hefur ávallt sótzt heldur seint, enda við volduga andstæðinga að etja, sem á allan hátt hafa reynt að setja þeim skorður. Hvað megnar svo fámenn kirkja gegn hinni voldugu rómversk kaþólsku kirkju? Það er í Guðs hendi. Víst er um það, að Valdesar hafa hlutverk að vinna meðal þjóðar, sem siðbótin hafði svo lítil áhrif á. Þeir hafa áreið- anlega ekki til einskis lifað af um 700 ára ofsóknir. Orð Drottins hefur lýst þeim í myrkrinu og er enn lampi fóta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.