Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 40
38
VÍÐFÖRLI
ur. Er guðþjónustunni var lokið, flutti ég söfnuðinum
þakkir mínar og kveðjur frá kirkju íslands, og túlkaði
presturinn mig. Talaði ég á ensku, en mál mitt var túlkað
á þetta óskiljanlega, hljómfagra tungumál ítalanna.
Vegna takmarkaðs tíma var mér ekki unnt að skoða marg-
ar byggðir Valdesa né fræga sögustaði þeirra. Mér var bent
á, hvar hellir einn mikill var hátt uppi í Ölpunum, þar sem
forfeður Valdesa höfðu dulizt á ofsóknartímunum. Þá fór
ég með prestinum í Torre Pellice á mótorhjóli upp með
ánni, sem rennur eftir dalnum, og skoðuðum við tvö þorp
Valdesa og kirkju þeirra þar, en þessi þorp eru nær alveg
byggð Valdesum. I Torre Pellice eru hins vegar allmargir
rómversk kaþólskir menn. Annað þessara þorpa, Bobbio,
var hinn fyrsti staður, sem Valdesar heimtu aftur, er þeir
lögðu undir sig dalina 1689 og í prédikunarstólnum í kirkj-
unni þar stóð Henri Arnaud foringi þeirra á heimförinni
frægu, og prédikaði með Biblíuna í annarri hendi, en sverð-
ið í hinni. I fjallshlíðinni rétt fyrir ofan þorpið er minnis-
merki, sem var afhjúpað árið 1889, á 200 ára afmæli end-
urkomunnar til dalanna. Á þessum stað hétu þessir hranstu
fjallabúar hver öðrum því, að þeir skyldu standa saman
a'lt til síðustu stundar um það, sem var þeim hjartfólgnast
í þessum heimi.
Mér gafst ekki kostur á að heimsækja fleiri byggðir Vald-
esa í fjalladölum þessum, en þeir hafa nú í meira en 100
ár barizt fyrir eflingu evangeliskrar trúar um alla Ítalíu.
Höfuðstöðvarnar eru eftir sem áður í dölunum góðu, en
þeir hafa gert útrás úr fjallvígjum sínum og reist stöðvar
sínar víðs vegar um landið. Ég kom inn í eina kirkju þeirra
í sjálfri Rómaborg, og nú er prestaskólinn þar og yfirmað-
ur kirkjunnar- (,,moderator“) rétt undir handarjaðri hins
heilaga föður rómversk kaþólskra manna. Yfir inngangi