Víðförli - 01.11.1954, Síða 98
96
VÍÐFÖRLI
ur þeirra prófessoranna Edmunds Schlinks frá Heidelberg
í Þýzkalandi og Calhouns frá Bandaríkjunum um mcgin-
efni þingsins: Kristur, von heimsins. Prófessor Calhoun
sagði m.a., að 3 ára starf með mönnum af ólíkum skoðun-
um leiddi til varkárni í dómum og aukinnar sjálfsathug-
unnar. Hlutverk þessa þings væri ekki að hylja mismun,
heldur setja það, sem á milli bæri, í skærara og sannara
ljós, þannig að vér gætum lært af náunga vorum, einingu
vorri til staðfestingar. Orðið „eschatology“ hefði oft verið
misskilið og ranglega þýtt. Menn hafa ýmist lagt alla
áherzlu á útreikning endalokanna eða skipt sér eingöngu af
nútíðinni og neitað að taka alvarlega endalokin í hinni bibl-
íulegu merkingu. Eschatology nefnist kenningin, sem fjall-
ar um takmörk eða landamerki lífs vors og tilveru, takmörk,
sem sérhvert augnablik alls lífs vors stefnir að. Guð opin-
beraður í Jesú Kristi er takmörk tíma vors og tilveru, sem
í senn eru óendanlega langt í burtu og ákaflega nærri oss.
Hann, sem er skapari vor, hinn fyrsti, upphaf tilveru vorr-
ar, er samtímis hinn síðasti, endirinn, sem gefur heiminum
merkingu. Idann kemur til móts við oss á hverju augnabliki
og lifir og heitir því, að vér getum lifað handan takmarka
þessa rúms og tíma. Von er þannig ekki aðeins eftirvænting
hluta, sem vér óskum eftir, heldur öflug, djúp áhrif, se?n
vér lifum í, liorfandi glaðir og hughraustir mót hinum lif-
andi takmörkum, hinum sönnu endalokum lífs vors og
heims. Þau eru hvort tveggja í senn hér og nú og framundan.
Eschatology er ekki einföld kenning. Vér erum á margan
hátt ólíkir og búum við ólíkar aðstæður og erfikenningar.
Sérhverjum er gefið að vita nokkuð af fagnaðarerindinu.
Oss ber samkvæmt sannfæringu vorri að bera vitni um það,
sem augu vor sáu og hendur vorar þreifuðu á. En oss er
ekki gefið að vita allan sannleikann. Vér erum menn en ekki