Víðförli - 01.11.1954, Síða 13
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
11
oss í té í hinum elskaða, en í honum eigum vér endurlausn-
ina fyrir hans blóð, fyrirgeíning afbrolanna, samkvæmt
ríkdómi náðar hans. (Ef. 1,16).
VI.
Hvað er fyrirgefning?
Ekki það eitt að láta gjört vera gleymt, eða láta sem ekk-
ert sé. Fyrir^efning er að ljúka upp huga sínum til samfé-
lags. Þegar þú fyrirgefur einhverjum, sem brotið hefur gegn
þér, viðurkennir þú ekki brot hans né sættir þig við það. Þú
lýkur upp huga þínum til samfélags, trúnaðar, vináttu,
skilnings, þrátt fyrir það, sem gerzt hefur.
Það kostar alltaf eitthvað að koma slíkum sáttum til
vegar. Þegar menn eigast við, verða báðir aðilar löngum
að kosta einhverju til, fórna einhverju. Því að báðir aðilar
eru um eitthvað sekir.
Þegar Guð og menn eigast við gegnir öðru máli. Sökin
er öll þeirra megin. Saga allra trúarbragða er að verulegu
leyti sagan um tilraunir mannsins til þess að bæta úr því,
sem hann veit sig sekan um við guði sína.
A Golgata sættist Guð við sekan mann, lauk upp hjarta
sínu fyrir honum. Sökin var öll mannsins megin, en Guð
kostaði öllu til.
Þetta er vitund .Tesú og allra þeirra, sem hafa tekið heils-
hu(Tar afstöðu með honum, en ekki hinum, sem dæmdu hann
fyrir villu.
Engmn veit né getur vitað, vegna hvers fyrirgefningin
varð að kosta þetta. Það er Guðs leyndarmál að öðru leytí
en því, sem saga vor mannanna varpar ljósi yfir það. Og
að því leyti er krossinn hinn algeri og óhrekjanlegi dómur
yfir oss.
En orð krossins, boðskapur Nýja testamentisins, er ekki