Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 96
94
VÍÐFÖRLI
biskupsstaf í hendi. í lok guðþjónustunnar las Bell biskup
af Chichester bæn á ensku. Kom hann í stað erkibiskupsins
af Kantaraborg, sem var sjúkur fyrstu daga þingsins. Bisk-
upinn af Chichester er lágur maður, þrekinn, hlýr í viðmóti
og síglaður að sjá. Hefur hann verið ötull og traustur starfs-
maður í samkirkjuhreyfingunni. — Prédikun flutti Brom-
ley Oxnam, biskup Methodista í Washington. Ræðu sína
byggði hann á orðunum: „Við ætlum að standa saman,“ sem
er þekkt yfirlýsing frá þinginu í Amsterdam. Að guðþjón-
ustunni iokinni héldu fulltrúar hvert til síns bústaðar. Uti
fyrir kirkjunni var hópur ljósmyndara og manna með sjón-
varpstæki. M^rgum atburðum hingsins var sjónvarpað og
gátu þannig milljónir manna fylgzt með því, sem fram fór.
Þátttakendum þingsins var komið fvrir á sfúdentap'Krð-
um háskóla Methodista í Evanston og á heimilum borgar-
búa, sem tóku sérstaklega vel á móti gestnnum. Fnndir þinys-
ins fóru einnig fram í húsakynnum skólans. Matazt var á
m"rgum stöðum í senn og notuð eins konar siáRsafgreiðsTu-
aðferð við borðhaldið. Biskupar, prestar og leikmenn, ung-
ir sem gamlir, stóðu þarna í tvöfaldri röð, hlið við hlið, með
bakka og hnífapör í hendi. Matartímarnir voru mikilvægir
liðir í þinginu, ekki aðei^s ve^na fæðiTnnar, heldur gafst
mönnum þarna tækifæri til að kynnast og ræða um ýmis
mál þingsins. I matarsal mátti stundum t.d. siá Newhiegen
biskup frá Suður-Indlandi umkringdan af æskulýðsfulltrú-
um, sem hlustuðu á hann af miklum áhuga segja frá sam-
einingu fjögurra kirkjudeilda þar í landi. Newbiesen bisk-
up á sér merkilega sögu. Hann er fæddur Skoti, hélt ungur
sem kristniboði fil Indlands. En vegna andófs Hindúa gegn
kr’stninni sáu fiórar kirkiudeildir, en þær eru: biskupa-
kirkian, öldungakirkjan, kirkja Methodista og kirkja Kon-
gregationalista, brýna nauðsyn á samvinnu og sameiningu