Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 10
8
VÍÐFÖRLI
átök um efnisgæði og hagsmuni, heldur og um hugmyndir
og skoðanir. Efnislegt og andlegt er að vísu næsta sam-
fléttað í sögu og tilveru mannkyns og grípur hvað inn í
annað. Jafnframt orkar einatt tvímælis um málstað, þegar
öndverð sjónarmið rekast á.
. En eigi að síður mun flestum Ijóst, að sagan býr yfir
dýpri stefjum. Hún er barátta um hugsjónir, sem ryðja sér
braut gegn tregðu, skilningsleysi, síngirni, sjálfselsku.
Sannindi fæðast með hörðum hríðum. Viðurkenning þeirra
kostar baráttu, fórnir. Flest, sem horft hefur til ábata fyrir
mannkynið, hefur átt sína píslarvotta. Mannúð, líknarhug-
ur, góðleikur, sannleiksást, allt þetta á gegn einhverju að
iSækja. Og þessi staðreynd hinnar almennu sögu á hliðstæðu
í lífi hvers einstaks manns. Það munu flestir verða að við-
urkenna í ljósi eigin reynslu.
Er óhætt að orða þetta þannig, að Guð eigi í baráttu við
manninn, að vér mennirnir séum í stríði við Guð?
Biblían heldur því fram. Hún túlkar það með ísrael að
dæmi. Jesús áréttar þann boðskap með kenningu sinni og
líf hans og afdrif, eins og hann skoðar hvort tveggja, er hin
fyllsta og hin endanlega staðfesting þess boðskapar. Saga
Jesú er fylling tímans einnig að því levti, að skuggahlið
mannlífssögunnar birtist á baksviði hennar án tvímæla.
Ævi og afdrif Jesú er hin eiginlega syndafallssaga Biblí-
unnar, eða öllu heldur sú óvéfengjanlega staðreynd, sem
.sýnir, hvað Biblían á við með því, sem hún segir um synda-
fall og synd.
Jesús frá Nazaret hlaut dauðadóm. Sakarefnið var, að
hann gerði sig Guði jafnan, kom fram sem handhafi þess
valds, sem enginn á, nema Guð. I orði og verki kom hann
fram sem ímynd og opinberun Guðs, máttar hans, sannleiks
og kærleiks.