Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 91
KRISTJÁN BÚASON, stud. theol.:
Alþjóðiegt kirkjuþing að Evanston
15.—31. ágást 1954.
Síðastliðið sumar, dagana 15.—31. ágúst, var hald-
ið stórmerkt kirkjusögulegt þing að Evanston, Illinois, í
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þetta var annað heimsþing
Alheimsráðs kirkna, sem stofnað var í Amsterdam 1948.
Evangelisk-lútherska kirkjan á Islandi er meðlimur í
þessum kirknasamtökum eins og systurkirkjur hennar á
Norðurlöndum.
Á þinginu í Evanston voru staddir þrír íslendingar: séra
Bragi Friðriksson sem opinber fulltrúi íslenzku kirkjunnar,
séra Pétur Magnússon sem áheyrnarfulltrúi og Kristján
Búason sem æskulýðsfulltrúi.
I upphafi greinar þessarar skal gerð nokkur grein fyrir
því, hvað Alheimsráð kirkna er og hvaða hreyfing það er,
sem að baki því liggur.
Þegar hin kristna kirkja hóf starf sitt eftir dauða og
upprisu Jesú Krists, var hún ein og óskipt. I Nýja testa-
mentinu sjáum vér, að lögð er áherzla á einingu hennar.
Næstu áratugi og aldir breiddist kristnin hratt út um Suð-
vestur-Asíu, Norður-Afríku og Evrópu. Á þessari leið sinni
háði hún baráttu fyrir tilveru sinni, boðskap og kenningu.
Klofnuðu þá út úr kirkjur, eins og nestorianska kirkian í
Asíu, nú kennd við Assýríu, og koptiska kirkjan í Afríku.
1054 varð svo hinn mikli klofningur hinnar almennu kirkju